BJJ 101

BJJ101Brasilískt Jiu Jitsu 101 er grunnnámskeið í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) sem er undirstaða þjálfunar og færni í blönduðum bardagalistum (MMA) og sjálfsvörn. BJJ er glímuíþrótt sem fer hratt vaxandi alls staðar í heiminum og hefur reynst vel í keppnum og er af mörgum talin ein besta sjálfsvörn sem hægt er að læra. Á námskeiðinu er farið í öll grunnatriði íþróttarinnar ásamt ýmis uppgjafartök, hvernig á að koma sér úr slæmum stöðum, nokkrar fellur og fleira. Þetta er frábær leið til að fara aðeins út fyrir þægindarammann sinn og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Að loknu námskeiðinu býðst svo þátttakendum að mæta í framhaldstíma BJJ 201 og uppgjafarglímu Nogi 201.

BJJ 101 námskeiðið sem er á kvöldin er sex vikna langt en námskeiðið sem kennt er í hádeginu er fjögurra vikna langt og er kennt samkvæmt stundarskrá.

Næstu námskeið:

  • 5. mars: Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15 (6 vikur).

Skráning á námskeið

Innifalið í grunnnámskeiði: Þeir sem sækja BJJ 101 geta mætt í Open Mat tíma sem eru opnir drilltímar fyrir iðkendur sem vilja koma og glíma. Innifalið í verði 101 námskeiða eru tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingaraðstöðu.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Brazilian Jiu Jitsu

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
  • tanngómur (ekki nauðsynlegt en má hafa í tímum)
  • punghlíf (ekki nauðsynlegt en má hafa í tímum)

Þjálfarar: Kristján Helgi Hafliðason, Bjarki Ómarsson o.fl.

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum sex vikna grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

Skráning á námskeið

Save

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays, Wednesdays and Fridays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting is open Mon.-Thu. until 22:00 (Fri. 20:30).

Subscribe to mailinglist

Division