BRASILÍSKT JIU-JITSU

BJJBrasilískt jiu-jitsu (BJJ) er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu í gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. Íþróttin var hönnuð til að gera veikbyggðari einstaklingum kleift að yfirbuga stærri og sterkari andstæðinga og byggist því að mestu leyti á vogarafli og tækni umfram styrk. Hún hentar þannig fólki af öllum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir að vera fyrst og fremst gólfglímuíþrótt þá byrja allar glímur standandi og því læra iðkendur einnig köst og fellur. Til þess að sækja almennar æfingar í BJJ í Mjölni þarf fyrst að ljúka BJJ 101 sem er sex vikna grunnnámskeið.

Uppruna BJJ má rekja til byrjun 20. aldar þegar japanska bardagalistin júdó byrjaði að breiðast út í Brasilíu. BJJ þróaðist þannig út frá júdó (sem þróaðist út frá jiu-jitsu) og hefur brasilísku bræðrunum Hélio og Carlos Gracie oftast verið eignaður heiðurinn af því.

Einkunnarkerfi í brasilísku jiu-jitsu byggist á lituðum beltum sem standa fyrir mismunandi getustig í íþróttinni. Belti hjá fullorðnum eru eftirfarandi: Hvítt, blátt, fjólublátt, brúnt og svart. Eftir því sem iðkendur verða betri fá þeir strípur á beltið sitt og þegar 4 strípur eru komnar er oft stutt í næsta belti.

Gráðanir: Reglulega eru haldnar beltagráðanir í Mjölni, en hvað gefa beltin til kynna og hver er munurinn á þeim?

  • Hvítt: Allir sem byrja að æfa bera hvítt belti sem þýðir að viðkomandi sé að stíga sín fyrstu skref í brasilísku jiu-jitsu. Unnið er að því að læra á helstu grunnstöður gólfglímunnar með áherslu á varnir en auk þess er farið í einföld köst. BJJ 201 tímarnir eru hugsaðir fyrir þennan hóp. Það fer eftir ástundun og áhuga hversu lengi fólk er með hvítt belti en eðlilegt er að fólk sé um 1-2 ár með hvítt belti.
  • Blátt: Á þessu stigi kunna iðkendur nokkuð vel á allar helstu stöðurnar og hafa góða hugmynd út á hvað leikurinn gengur. Hér fjölgar brögðum sem iðkendur kunna og iðkendur stíga oft sínu fyrst skref að finna sinn eigin glímustíl. Hér má fólk mæta í BJJ 301 tíma en þeir eru hugsaðir fyrir alla með blátt belti eða ofar. Algengt er að fólk sé um 2-4 ár með blátt belti.
  • Fjólublátt: Þegar iðkendur hafa náð fjólubláu belti hafa þeir mjög mikla og breiða þekkingu á helstu þáttum gólfglímunnar. Byggt er ofan á það sem nú þegar hefur verið lært og yfirleitt fer að bera meira á sóknum þegar þessu stigi er náð. Algengt er að fólk sé um 2-4 ár með fjólublátt belti.
  • Brúnt: Á þessu stigi er mest áhersla lögð á að skerpa á þeirri tækni sem nú þegar er til staðar. Iðkendur með brúnt belti eru oftar en ekki komnir með sinn eigin glímustíl og eru kunnugir flestum stöðum sem komið geta komið upp. Þeir sem hafa náð svo langt hafa oft góðan hæfileika til að finna út úr erfiðleikum upp á eigin spýtur. 
  • Svart: Þeir sem hafa svart belti kunna allt og vita allt! :)

Burt séð frá öllum skilgreiningum, sögustundum og einkunnakerfum er brasilískt jiu-jitsu fyrst og fremst skemmtileg íþrótt og frábær líkamsrækt sem hentar hverjum sem er, óháð aldri, kyni, stærð og styrk.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði