Goðaafl

Goðaafl eru fjölbreyttir tímar þar sem við bætum styrk, liðleika, samhæfingu, jafnvægi og hreyfifærni með styrktaræfingum, liðleikaæfingum, hreyfiþrautum og leikjum. Æfingarnar sem við notum til þess eru fjölbreyttar, t.d. æfingar með léttum ketilbjöllum og lóðum, flæðisæfingar á gólfi (e. locomotion/floorwork) eða hreyfigetuæfingar (teygjur, hreyfiteygjur og styrktaræfingar í teygjum).

Tímarnir henta einstaklega vel til þess að auka alhliða hreyfigetu líkamans og undirbúa hann undir frekari æfingar. Í hverri æfingu sýnir þjálfarinn fleiri en eina útgáfu svo auðvelt er að skala erfiðleikastigið upp eða niður eftir því hvað hentar. Ef viðkomandi er með langvarandi meiðsli og getur ekki gert ákveðnar æfingar eru fundnar aðrar æfingar í staðinn sem henta. Í tímunum er þó alltaf unnið með allan líkamann og því geta meiðsl í einum líkamshluta haft áhrif í flestum æfingum í tímanum.

Tímarnir henta fólki á öllum aldri og á öllum getustigum. Hvort sem að þú æfir 5x í viku og vilt bæta hreyfifærni og liðleika eða ert að taka þín fyrstu skref eftir mikla kyrrsetu, barneignir eða meiðslum. Þú þarft ekki að hafa lokið grunnámskeiði til þess að mæta í þessa tíma en grunnþekking á réttri líkamsbeitingu við æfingar er æskileg.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Goðaafl 

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

Þjálfarar: Wayne Paul, Helgi Freyr Rúnarsson

 

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði