Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

SJÁLFSVÖRN KONURSjálfsvarnarnámskeið fyrir konur sem Mjölnir heldur í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmargir aðilar hafa aðkomu að því að leiðbeina á námskeiðinu en Sunna Rannveig Davíðsdóttir bardagakona keyrði námskeiðið af stað á sínum tíma og skipulagði dagskrá námskeiðsins. Það er afar nærtækt að Sunna leiði námskeiðið þar sem hún byrjaði upphaflega að æfa bardagaíþróttir til að geta varið sjálfa sig og þessi málaflokkur hefur lengi verið henni hugleikinn.

Á námskeiðinu, sem er tvisvar í viku í sex vikur, er hvort tveggja horft á líkamlega þáttinn og andlega þáttinn. Á námskeiðinu er farið í ýmsa tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. M.a. verður farið í varnir gegn höggum, hvernig á að losa grip, hvernig hægt er að sleppa undan ef einhver kemst ofan á og ýmis önnur tök og tækni til sjálfsvarnar.

Eins og fram kom er námskeiðið haldið í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu en fulltrúar frá þeim munu vera með fræðslu á námskeiðinu. Þá verður einn tími fyrir slökun, yoga og öndunaræfingar. Engar myndir eða myndbönd sem sýna þátttakendur á námskeiðinu verða tekin upp á meðan námskeiðinu stendur.

Næsta námskeið:

  • Tilkynnt síðar

Verð: Kr. 29.990 (kr. 22.500 fyrir meðlimi Mjölnis)

Þjálfarar: Áslaug María Dungal, Margrét Ýr Sigurjónsdóttir, Margrét Inga Þorláksdóttir, Inga Birna Ársælsdóttir og fleiri.

 

Skráning á námskeið

 

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays, Wednesdays and Fridays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting is open Mon.-Thu. until 22:00 (Fri. 20:30).

Subscribe to mailinglist

Division