Shortcuts
BJJ 101 35+
Brasilískt Jiu Jitsu 101 fyrir 35+ er 8 vikna grunnnámskeið í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) fyrir 35 ára og eldri (og aðra sem vilja fara sér hægar). Námskeiðið er lengra en hefðbundið BJJ 101 námskeið og er gefinn meiri tími fyrir tæknikennslu.
BJJ er undirstaða þjálfunar og færni í blönduðum bardagalistum (MMA) og frábær sjálfsvörn og líkamsrækt. Þessi skemmtilega glímuíþrótt byggir einnig upp þol, styrk og þá er þetta frábær brennsla. Á námskeiðinu er farið í öll grunnatriði íþróttarinnar ásamt ýmsum uppgjafartökum, hvernig á að koma sér úr slæmum stöðum, nokkrar fellur og fleira. Þetta er frábær leið til að fara aðeins út fyrir þægindarammann sinn og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Að loknu námskeiðinu býðst svo þátttakendum að mæta í framhaldstíma BJJ 201 og uppgjafarglímu Nogi 201.
Þeim sem sækja námskeiðið stendur einnig til boða að fara í Goðaaflið samkvæmt stundaskrá en aðal markmið Goðaaflsins er að huga að minni vöðvum líkamans, styrkja miðju- og mjaðmasvæði sem styður við bakið, auka liðleika, virkja vöðva í efra baki og eins í kringum hné. Goðaflið er því frábær viðbót við námskeiðið til móts við glímuna.