Yoga kjarni

YogaMjölnir kynnir nýtt námskeið; Yoga Kjarni. Námskeiðið hentar bæði vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna yoga iðkendur og tilvalið mótvægi fyrir þá sem þegar stunda mikla hreyfingu. Farið verður í öndun, grunnstöður, hreyfingar, tækni og núvitund. Námskeiðið er samtals 8 klukkustundir og veitir þátttakendum góðan grunn á þeim þremur megin aðferðum yoga sem notast er við í opnum tímum í Mjölni:

1) Vinyasa Yogaflæði felur í sér hreyfingu, ákefð, og svita. Hressandi æfingar og djúpar teygjur þar sem flætt er úr einni stöðu í aðra með tengingu við andardráttinn. Fjölbreyttar æfingar sem styrkja miðjuna og koma jafnvægi á stoðkerfið.

2) Yoga Nidra er leidd djúpslökun þar sem iðkendur liggja á bakinu og ná djúpri slökun á taugakerfinu og kyrrð í huganum. Mjög áhrifarík slökunaraðferð sem kemur huganum í djúpa ró

3) Yin & Restorative Yoga er aðferð þar sem farið er hægar í öndun og mýkra í hreyfingar. Boðið er upp á færri stöður sem aftur á móti er haldið lengur. Djúp opnun og losun á bandvefnum.

Í lok námskeiðsins ættu því allir að vera komnir með góðan grunn til að byggja svo ofaná og geta óhræddir mætt í alla yogatíma sem eru í boði í stundatöflu Mjölnis. Frábært fyrir alla sem hafa áhuga á að stunda yoga eða eru þegar að stunda yoga og langar að læra meira. 

Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði námskeiðsins er ein vika í Mjölni eftir að námskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingaraðstöðu. 
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Yoga

Búnaður: Ekki er gerð krafa um að iðkendur taki með sér búnað í þessa tíma, hins vegar væri gott ef iðkendur geta tekið með sér handklæði og/eða dýnu, eigi þeir slíkan búnað.

  • handklæði og/eða dýna
  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

Yfirþjálfari: Dagný Rut Gísladóttir

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum grunnnámskeiðum og aðgang í alla opna tíma.

Skráning á námskeið

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays, Wednesdays and Fridays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting is open Mon.-Thu. until 22:00 (Fri. 20:30).

Subscribe to mailinglist

Division