BJJ GLOBETROTTERS HÉR Í NÆSTU VIKU

BJJ GLOBETROTTERS HÉR Í NÆSTU VIKU
BJJ Globetrotters Iceland 2020

Við vekjum athygli á því að í næstu viku, 13.-18. júlí, verða hér erlendir gestir frá BJJ Globetrotters sem komið hafa árlega á þessum tíma undanfarin ár. Í fyrra voru hér um 200 þáttakendur en þeir verða þó mun færri í ár, sennilega í kringum 70, þar sem engir koma frá Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem Covid hætta er mikil. Við höfum verið í sambandi við Almannavarnir út af þessu en allir þessir gestir verða auðvitað skimaðir við komuna til landsins og mega ekki mæta í Mjölni fyrr en niðurstöður þeirra skimunar liggja fyrir. Jafnframt verða þessir gestir hitamældir daglega af okkur sem auka öryggisráðstöfun. Stundatafla í BJJ raskast vegna þessa en BJJ iðkendum okkar er velkomið að sækja tímana sem BJJ Globetrotters bjóða uppá. Nánari upplýsingar um þetta eru á vef BJJ Globetrotters.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði