BJÖRGVIN SNÆR SIGRAÐI Í FÆREYJUM

BJÖRGVIN SNÆR SIGRAÐI Í FÆREYJUM
Björgvin Snær sigraði með yfirburðum
Þessi ferð var mikill rússibani og góð reynsla fyrir bardagamennina okkar. Björgvin Snær Magnússon barðist sinn fyrsta MMA bardaga og gerði það með glæsibrag. Björgvin er aðeins 18 ára gamall en hefur lengi stefnt að þessu. Hann hefur tvívegis misst bardaga á síðustu stundu og var því mjög hungraður í að berjast – og það sást á laugardaginn. Björgin var tæpar 90 sekúndur að klára bardagann með tæknilegu rothöggi! Björgvin er mikið efni og verður spennandi að sjá hann aftur í búrinu fljótlega.
 
Hrói Trausti var líka að berjast sinn fyrsta MMA bardaga og var það hörku slagur. Eftir tvær lotur þurfti Hrói að hætta keppni. Mikill lærdómur í þessu fyrir alla en gott tækifæri til að koma sterkari til baka.
 
Venet Banushi átti að mæta Renea Sopa en í upphitun meiddist Venet á rifbeini. Við lítið átak poppaði rifbeinið skyndilega og var Venet gjörsamlega ófær um að hreyfa sig. Sennilega var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast og hefði þetta getað gerst í bardaganum sjálfum sem hefði verið verra. Afar svekkjandi fyrir Venet og hans andstæðing.
 
Breki Harðarson frá Atlantic á Akureyri var með í för til að aðstoða Björgvin. Breki er frábær glímumaður og bauðst til að keppa við Renea (andstæðing Venets) í uppgjafarglímu í búrinu þegar ljóst var að Venet gæti ekki barist. Renea var til í það og buðu þeir upp á frábæra glímu þar sem Breki sigraði með hengingu. Vel gert hjá Breka að stíga inn á síðustu stundu.
 
Þökkum MMA FØROYAR kærlega fyrir að fá okkur til sín og fyrir frábært bardagakvöld.
 
Það er stutt í næstu bardaga en Mikael Aclipen, Viktor Gunnarsson, Aron Franz og Julius Bernsdorf eru allir með bardaga á Golden Ticket þann 3. júní.
Gunnar Nelson og Luka Jelcic Björgvin Snær sigrar
   
Luka Jelcic og Hrói Hrói sigraði fyrstu lotuna
   
Breki sigraði í glímubardaganum Team Mjölnir

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði