FJÖGUR GULL OG EITT BRONZ Á ADCC NORWAY OPEN

FJÖGUR GULL OG EITT BRONZ Á ADCC NORWAY OPEN
Ómar Yamak og Halldór Logi

Fjórir glímumenn úr Mjölni kepptu á ADCC Norway Open í gær. Mótið fór fram í Osló og var árangurinn einfaldlega frábær.

Halldór Logi Valsson, Ómar Yamak, Valentin Fels og Bjarki Eyþórsson kepptu í Osló í gær en keppt var eftir ADCC reglum í nogi glímu (brasilískt jiu-jitsu án galla). Strákarnir kepptu allir í „Professional“ flokki (meiri en fjögurra ára reynsla) þar sem var til mikils að vinna fyrir þá sem unnu opnu flokkana. Tveir opnir flokkar voru á mótinu í „Professional“ flokki, +76 kg og -76 kg.

Halldór Logi Valsson vann -100 kg flokkinn eftir að hafa klárað allar sínar glímur á uppgjafartökum. Í +76 kg opna flokkinum sigraði hann sex andstæðinga og hampaði því gullinu. Hann kláraði allar glímurnar sínar nema tvær með uppgjafartaki.

Ómar Yamak kláraði einnig allar sínar glímur á uppgjafartaki í -70 kg flokki. Í opnum flokki fór hann líka alla leið og tóku þeir Halldór og Ómar því báðir tvöfalt gull. „Professional“ opnu flokkarnir voru sterkustu flokkar mótsins og tóku íslensku glímumennirnir þá báða.

Með því að vinna opnu flokkana fengu þeir keppnisrétt á ADCC European Trials í Búkarest í október og fá þar að auki gistingu og ferðakostnað niðurgreiddann.

ADCC er sterkasta glímumót heims og haldið á tveggja ára fresti þar sem bestu glímumönnum heims er boðið að keppa. Um allan heim eru haldnar undankeppnir til að komast á mótið og fer eitt slíkt fram í Búkarest í október. Þar fá sigurvegararnir í hverjum þyngdarflokki keppnisrétt á ADCC. Þeir Halldór og Ómar gætu því fengið keppnisrétt á ADCC mótið 2019 ef þeim tekst að vinna sína flokki á mótinu í haust.

Valentin Fels náði svo bronsinu í -76 kg flokki og 4. sæti í -76 kg opnum flokki. Valentin var að glíma við meiðsli og var óvíst hvort hann gæti keppt eða ekki. Góður árangur hjá þessum franska glímumanni sem búið hefur á Íslandi í um það bil tvö ár.

Bjarki Eyþórsson tapaði svo sinni fyrstu glímu og var þar með úr leik. Bjarki er þó bara með um tveggja ára glímureynslu þrátt fyrir að keppa í „Professional“ flokki en „Intermediate“ flokkurinn var fullur.

Frábær árangur hjá strákunum á mótinu. Hér að neðan má svo sjá þegar Halldór Logi tók fljúgandi armlás í 8-manna úrslitum í opnum flokki.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði