FRÁBÆR ÁRANGUR MJÖLNIS Á GRETTISMÓTINU

FRÁBÆR ÁRANGUR MJÖLNIS Á GRETTISMÓTINU
Inga Birna og Halldór Logi á Grettismótinu 2018

Keppendur úr Mjölni unnu gullverðlaun í öllum flokkum nema einum á Grettismóti Mjölnis sem fór fram í dag. Halldór Logi Valsson og Inga Birna Ársælsdóttir úr Mjölni voru sigurvegarar dagsins en þau unnu bæði sína flokka og opnu flokkana annað árið í röð.

Keppendur frá fjórum félögum voru skráðir til leiks í ár og mátti sjá marga sterka keppendur á mótinu. Margar glæsilegar glímur litu dagsins ljós og mörg mögnuð tilþrif. Halldór Logi Valsson sigraði Marek Bujło í úrslitaglímunni í opnum flokki karla og var glíman hnífjöfn. Halldór sigraði 2-0 og er þetta í þriðja sinn sem hann vinnur opinn flokk karla á Grettismótinu og í annað árið í röð eins og áður segir.

Inga Birna Ársælsdóttir tók opinn flokk kvenna eftir sigur með uppgjafartaki gegn Sigurði Jóhanni Helgasyni en þetta er sömuleiðis annað árið í röð sem Inga vinnur opna flokkinn á Grettismótinu.

Sigurjón Kári Sigurjónsson Mjölni fékk svo verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins. Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins.

 

68 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
2. sæti: Sigursteinn Óli Ingólfsson (Mjölnir)
3. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)

-79 kg flokkur karla

1. sæti: Merlin Gallery (Mjölnir)
2. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)
3. sæti: Hafþór Gunnlaugsson (Mjölnir)

-90 kg flokkur karla 

1. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
2. sæti: Sigurjón Kári Sigurjónsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

-101 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Eiður Sigurðsson (RVK MMA)
3. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)

+101 kg flokkur karla

1. sæti: Marek Bujło (Mjölnir)
2. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Sigurður Jóhann Helgason (Mjölnir)

-74 kg flokkur kvenna

1. sæti: Lilja Guðjónsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Gunnhildur Þorkelsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Vera Illugadóttir (Mjölnir)

+74 kg flokkur kvenna

1. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
2. sæti: Ásta Sveinsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ásta Bolladóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Marek Bujło (Mjölnir)
3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Sigurður Jóhann Helgason (Mjölnir)
3. sæti: Vera Illugadóttir (Mjölnir)

Myndir frá mótinu eru á Facebooksíðu Mjölnis.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði