GLÆSILEGUR ÁRANGUR MJÖLNIS Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU

GLÆSILEGUR ÁRANGUR MJÖLNIS Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU
Mjölnismennirnir Sighvatur Helgi og Halldór Logi

Glímufólkið okkar tók sig til og vann 13 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í BJJ sem fram fór um helgina. Þetta var tíunda Íslandsmeistaramótið sem haldið hefur verið í íþróttinni og fór mótið fram í Mjölni að þessu sinni.

Mjölnismaðurinn Sighvatur Magnús Helgason var ótvíræður sigurvegari mótsins en hann vann bæði sinn þyngdarflokk sem og opinn flokk karla en þetta var í fimmta sinn sem hann afrekar það. Sighvatur fékk aðeins tvö stig á sig á öllu mótinu og kláraði allar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Rúmlega áttatíu þátttakendur voru skráðir til leiks á mótið sem fór afskaplega vel fram. Eins og áður segir unnu Mjölnismenn til alls 13 gullverðlauna auk fjölda annarra og margar afar góðar glímur sem litu dagsins ljós. Má þar ásamt mörgum nefnda úrslitaglímu hins tvítuga Mjölnismanns Kristjáns Helga Hafliðasonar og yfirglímuþjálfara VBC Daða Steins Brynjarssonar í -88kg flokki karla. Svo fór að Kristján Helgi svæfði Daða Stein með svokallaðri kylfuhengingu en þess má geta að þetta er í annað sinn sem Kristján Helgi svæfir Daða Stein með þessari sömu henginu á stóru móti í BJJ. Myndir frá mótinu má m.a. finna á Facebooksíðu Mjölnis.

Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa á mótinu:

Hvítt belti

-64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Helga Þóra Kristinsdóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Juliana Neogy Garðarsdóttir (Mjölnir)

-74 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Adda Guðrún Gylfadóttir (VBC)
  3. sæti: Katrín Ólafsdóttir (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla

  1. sæti: Hlynur Torfi Rúnarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Daníel Erlendsson (Mjölnir)
  3. sæti: Philip Bauzon (Momentum BJJ)

-76 kg flokkur karla

  1. sæti: Eyþór Einarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Guðmundur Hammer (Mjölnir)
  3. sæti: Andreas Vollert (Mjölnir)

-82,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Anton Reynir Hafdísarson (Mjölnir)
  2. sæti: Kári Jóhannesson (Mjölnir)
  3. sæti: Eggert Hermannsson (Momentum BJJ)

-88,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Ívar Sigurðsson (Mjölnir)
  2. sæti: Slava Yelysyuchenko (VBC)
  3. sæti: Hrafnkell Þórisson (Sleipnir)

-94 kg flokkur karla

  1. sæti: Anton Logi Sverrisson (VBC)
  2. Máximos Aljayusi (RVK MMA)
  3. Kári Ketilsson (Mjölnir)

+100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Elías Þór Halldórsson (VBC)
  2. sæti: Davíð Berman (Sleipnir)
  3. sæti: Oddur Júlíusson (Mjölnir)

Blátt belti og hærra

-64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
  2. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Lilja Guðjónsdóttir (Mjölnir)

+64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
  2. Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)

-64 kg flokkur karla

  1. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)
  2. sæti: Alfreð Steinmar Hjaltason (Fenrir)
  3. sæti: Sigursteinn Óli Ingólfsson (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla

  1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
  2. sæti: Jeremy Aclipen (Mjölnir)

-76 kg flokkur karla

  1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
  2. sæti: Brynjólfur Ingvarsson (Mjölnir)
  3. sæti: Gunnar Þór Þórsson (Mjölnir)

-82,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Benedikt Bjarnason (Mjölnir)
  3. sæti: Magnús Ingi Ingvarsson (RVK MMA)

-88,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
  2. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
  3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

-94,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Eiður Sigurðsson (RVK MMA)
  2. sæti: Pétur Marinó Jónsson (Mjölnir)
  3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

-100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
  2. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
  3. sæti: Ýmir Vésteinsson (VBC)

+100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Marek Bujło (Mjölnir)
  2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

  1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
  2. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
  3. sæti: Lilja Guðjónsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla 

  1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
  2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði