Grettismót Mjölnis fer fram 27. október

Grettismót Mjölnis fer fram 27. október
Grettismót2018

Grettismót Mjölnis fer fram laugardaginn 27. október. Á Grettismótinu er keppt í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) og keppt er í galla (Gi). Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.

Mótið hefst kl. 11:00 í Mjölni en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 10:00. Vigtað er í gi á mótsdag. Aldurstakmark keppenda er 18 ár en 16-17 ára geta keppt að fengnum leyfi þjálfara og forráðamanns.

Skráning fer fram í gegnum Smoothcomp hér að neðan en skráningargjald er 4.000 kr. og fæst ekki endurgreitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis eða í gegnum mjolnir.felog.is. Skráningarfrestur rennur út kl. 23 fimmtudaginn 25. október.
Smoothcomp skráning: https://smoothcomp.com/en/event/1178

Á mótinu verður keppt eftir reglum IBJJF samkvæmt brúnbeltingum og upp, sjá nánar hér:
http://ibjjf.com/wp-content/uploads/2015/04/RulesIBJJF_v4_en-US.pdf

Öll svæfingartök eru leyfð, með og án fatnaðar. Allir handarlásar, úlnliðslásar og axlarlásar eru leyfðir og allir beinir fótalásar og toe hold. Biðjum keppendur um að kynna sér reglurnar fyrir mótið.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur kr. 500. 

Upptalning á þyngdarflokkum:
Karlar: -68 kg, -79 kg, -90 kg, -101 kg, +101 kg og Opinn flokkur karla
Konur: -64 kg, -74 kg, +74 kg og Opinn flokkur kvenna

Greiðsla fyrir mótið þarf að berast fyrir kl. 19 föstudaginn 26. október. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis eða með því að millifæra á neðangreindan reikning og senda kvittun á petur@mjolnir.is. Keppnisgjald er 4000 kr. og fæst ekki endurgreitt ef keppandi hættir við þátttöku. Reikningsnúmer: 0513-26-531015 Kennitala: 531015-0960 Mikilvægt að senda kvittun á petur@mjolnir.is.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði