GUNNAR NELSON MEÐ GLÆSTAN SIGUR Á UFC 231

GUNNAR NELSON MEÐ GLÆSTAN SIGUR Á UFC 231
Gunnar Nelson eftir sigur á UFC 231

Okkar maður Gunnar Nelson vann glæsilega sigur á hinum brasilíska Alex "Cowboy" Oliveira á laugardaginn 8. desember á UFC 231 í Toronto þar sem rúmlega 19 þúsund manns troðfylltu höllina.

Þetta var fyrsti bardagi Gunnars síðan í júlí 2017 og var þriðji bardaginn á aðalhluta UFC 231 í Toronto.

Oliveira byrjaði með einu lágsparki í Gunnar. Gunnar stökk skömmu síðar inn með vinstri krók og Oliveira hörfaði upp að búrinu. Þegar Gunnar reyndi að sækja í fæturnar á Oliveira fyrir fellu brást kúrekinn við með því að olnboga Gunnar í hnakkann sem er kolólöglegt. Því miður gerði dómarinn ekkert í málunum og sagði Gunnar eftir bardagann að hann hefði misst máttinn í fótunum í smá stund, enda sást vel að hann kiknaði í hnjánum undan höggunum.

Gunnar brást við þessum olnbogum með því að breyta um vinkil á fellunni og fór til hliðar þar sem Oliveira náði ekki olnbogunum. Gunnar sagði síðar að þetta væri eitthvað sem hann vildi vinna í til að koma í veg fyrir að lenda aftur í þessum olnbogum.

Þegar Gunnar var í þann mund að fara að ná fyrstu fellunni greip Oliveira í búrið og kom þannig í veg fyrir felluna. Annað klárt brot á reglunum og virkilega pirrandi. Sérstaklega vegna þess að Gunnar var 100% kominn með felluna en dómarinn gaf Oliveira eingungis viðvörun og lét þá byrja aftur í verri stöðu fyrir Gunnar upp við búrið. Þarna hefði dómarinn átt að taka stig ef Oliveira og helst láta þó byrja þar sem kúrekinn hefði verið á gólfinu. Dómarinn baðst reyndar afsökunar á mistökum sínum eftir bardagann. Nokkuð sem dómarinn í augnpotabardaganum í Glasgow 2017 hefur enn ekki gert.

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar náði þó aftur fellu á Oliveira og komst á bakið á honum og þá héldu margir að Gunnar myndi klára bardagann eins og hann hefur oft gert. En kúrekinn er gríðarlega öflugur og náði að snúa sér inn í Gunnar og sótti hart að Gunnari með höggum enda þekktur fyrir að vera mjög virkur í þessari stöðu. Oliveira  lét góð högg dynja á Gunnar sem þó varðist vel og tók flest þeirra á hanskana. Einhver náðu þó í gegn en Gunnar náði loks að fella kúrekann og reyndi fótalás en kúrekinn varðist vel og enduðu þeir í svokallaðri 50/50 stöðu þegar lotunni lauk.

Í 2. lotu enduðu þeir fljótt við búrið í standandi glímu sem lauk með því að Gunnar náði fellu á Oliveira þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af lotunni. Gunnar komst strax í mount og hafði þrjár mínútur til að vinna þaðan. Og það gerði hann svo sannarlega.

Mynd: Snorri Björns.

Oliveira gerði samt vel í að verjast og hélt utan um Gunnar til að komast í veg fyrir að Gunnar gæti lent höggum á honum eða náði í uppgjafartak. Kúrekinn reyndi ekki að sleppa og var sennilega að vonast til að geta með þessu móti þraukað lotuna en Gunnar var þolinmóður ofan á og vann sig smán saman gegnum varnir kúrekans. Gunnar lenti nokkur svakalegum olnbogum sem hann hefur gert oft áður og svo fór að einn slíkur lenti af miklu afli á enni Oliveira. Skurður opnaðist og þegar kúrekinn reyndi alblóðugur að snúa sér út úr stöðunni tók Gunnar aftur bakið á honum og kláraði hann með ljónsbananum, hengingunni sem Gunnar er hvað þekkastur fyrir en hann hefur sigrað 6 andstæðinga í UFC með þeirri hengingu og 9 alls á MMA ferlingum.

Glæsilegur sigur á mjög erfiðum andstæðingi og ekki má gleyma að þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 17 mánuði eftir skurðaðgerð á hné. Við óskum Gunnari innilega til hamingju með frábærann sigur.

Þess má geta að Gunnar var frábær á blaðamannafundinum eftir bardagann en hann má finna hér að neðan.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði