HÁTT Í 30 ERLENDIR BARDAGAKAPPAR Í MJÖLNI

Hátt í 30 erlendir bardagamenn eru nú staddir hér á landi til að æfa í Mjölni. Stór hluti bardagamannanna eru að keppa á Bellator 217 í Dublin þann 23. febrúar og fer lokaundirbúningur þeirra fyrir bardagana fram í Mjölni.

John Kavanagh hefur yfirumsjón með æfingabúðunum en æfingabúðirnar standa yfir í tvær vikur hér í Mjölni. Meðal þeirra sem hafa verið í æfingabúðunum eru UFC bardagamennirnir Brad Katona og John Phillips en sá síðarnefndi er með bardaga á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Þá er fyrrum UFC bardagamaðurinn Nicolas Dalby hér en hann á fyrir höndum titilbardaga í Cage Warriors í mars.

Þrjár erlendar bardagakonur hafa verið í æfingabúðunum og hafa þær tekið góðar æfingar hér ásamt Sunnu Rannveigu okkar og okkar bardagakonum.

Auk þeir er hér á landi myndatökulið á vegum UFC til að mynda Gunnar Nelson sem verður í öðrum aðalbardaga kvöldsins á UFC London 15. mars næstkomandi þegar hann mætir Leon Edwards sem situr nú í 9. sæti heimslistans en Gunnar er sjálfur í 12. sæti.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði