MAGNAÐUR ÁRANGUR HR/MJÖLNIS Á ÁRINU

Keppnistímabilinu 2021 í boxinu er nú lokið og náði HR/Mjölnir frábærum árangri á þessu ári. Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins koma bæði í röðum HR í ár.

Á sunnudaginn voru þau Hildur Kristín og Mikael Hrafn Helgason kjörin hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins af Hnefaleikasambandi Íslands (HNÍ) eftir góðan árangur hérlendis og erlendis.

Árangurinn var frábær hjá þeim báðum í ár. Bæði tóku þau gull á Hillerød mótinu í Danmörku og var Mikael kjörinn hnefaleikamaður dagsins í sínum hring á úrslitadeginum. Mikael keppti þar að auka í Póllandi og Noregi á árinu þar sem hann sigraði í Noregi en þurfti að sætta sig við tap í Póllandi. Bæði eru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn eftir frábært keppnisár.

Í ár var HNÍ með bikarmótaröð í fyrsta sinn og náði HR í 6 bikarmeistaratitla:

Hildur Kristín (-54 kg U17)
Mikael Hrafn (-67 kg U17)
Oliver Örn (-71 kg U17)
Hákon Garðarson (-71 kg U19)
Steinar Thors (-80 kg)
Elmar Gauti (-86 kg)

Þá eru auðvitað ótalin öll silfurverðlaun og fullt af öðrum verðlaunum sem eru mörg og mjög mikilvæg.

Að lokum má nefna að 4 Íslandsmeistaratitlar komu í hús nú í nóvember og kórónaði það frábært ár í hnefaleikastarfinu hér. HR var einnig stigahæsta félagið á mótaröðinni í ár. 

Á myndinni hér að neðan má líka hluta af þessum verðlaunahöfum en á hana vantar fullt af keppendum og enn fleiri af verðlaunagripum til viðbótar. 

Boxárið 2021 var afar farsælt í HR/Mjölni


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði