ÁHUGAVERÐUSTU GLÍMURNAR FYRIR 3. DAG UNBROKEN DEILDARINNAR

Það ræðst nú á laugardaginn hverjir mætast í úrslitum Unbroken deildarinnar. Síðasti dagur deildarkeppninnar er nú á laugardaginn og þá kemur í ljós hverjir mætast í Tjarnarnbíói þann 3. júní. 

Mikil spenna er í nánst öllum flokkum en þó eru úrslitin ráðin í nokkrum flokkum. Mesta spennan er í fjölmennustu flokkunum þar sem enn eru margir keppendur sem eiga séns á sæti í úrslitum.

Úrvalsdeild

-77 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Brynjólfur Ingvarsson vs. Breki Harðarson
Þorsteinn Snær vs. Hrafn Þráinsson
Brynjólfur Ingvarsson vs. Þorsteinn Snær
Þorsteinn Snær vs. Breki Harðarson

Þorsteinn Snær er á toppnum og fylgja Vilhjálmur Arnarsson, Breki Harðarson og Brynjólfur Ingvarsson fast á hæla hans. Þorsteinn Snær mætir keppendum í 3., 4. og 5. sæti á laugardaginn og geta þeir allir tekið stig af hvor öðrum á laugardaginn. Það verða því margar gríðarlega spennandi glímur á laugardaginn og mikið undir í þessum sterka flokki.

-88 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Helgi Ólafsson vs. Stefán Fannar

Helgi og Stefán Fannar eru jafnir með fullt hús stiga og eru nánast komnir í úrslit. Þeir mætast núna á laugardaginn og verður virkilega gaman að sjá hvernig glíma þeirra mun fara.

-99 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Bjarki Eyþórsson vs. Bjarni Ká

Halldór Logi Valsson er á toppnum með 18 stig og Eiður Sigurðsson er í 2. sæti með 15 stig. Eiður meiddist hins vegar á keppnisdegi 2 og mun ekki geta keppt á laugardaginn. Bjarki Eyþórsson og Bjarni Ká mætast og mun sú glíma sennilega skera úr um hvor nái 2. sætinu. Þetta verður æsispennandi glíma.

+99 kg flokkur karla 

Áhugaverðustu glímurnar:

Eggert Djaffer vs. Diego Björn Valencia

Daði Steinn flaug inn í úrslit og hefur unnið allar glímurnar sínar. Aðal spennan er um 2. sætið og þar eru þeir Diego Valencia (Mjölnir) og Eggert Djaffer (Mjölnir) jafnir með 14 stig. Þeir hafa tvisvar mæst hingað til og báðar glímurnar endað með jafntefli. Þeir mætast í þriðja sinn um helgina og verður mjög spennandi að sjá hvort við fáum uppgjafartak eða þriðja jafnteflið. Ef þriðja glíman endar einnig í jafntefli og þeir enda með jafnmörg stig verður það samanlagður tími í sigrum sem mun ráða úrslitum. Þ.e., sá keppandi sem var fljótari að vinna sínar glímur endar í 2. sæti. 

-60 kg flokkur kvenna

Inga Birna er langefst hér og Auður Olga í 2. sæti. Kolka Hjaltadóttir er í 3. sæti en hún er meidd og verður ekki með á þriðja og síðasta keppnisdegi. Það verða því Auður Olga og Inga Birna sem mætast hér í úrslitum.

-70 kg flokkur kvenna

Áhugaverðustu glímurnar:

Ólöf Embla vs. Lilja Guðjónsdóttir
Sara Dís vs. Ólöf Embla
Sara Dís vs. Lilja Guðjónsdóttir

Ólöf Embla (18 stig), Lilja (17 stig) og Sara Dís (13 stig) eru í efstu þremur sætunum. Þær mætast allar innbyrðis á laugardaginn og verður mikið undir í þessum glímum. Hvaða tvær glímukonur ná úrslitasætunum tveimur?

Byrjendadeild

-66 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Björn Hilmarsson vs. Haukur Birgir Jónsson
Haukur Birgir vs. Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson vs. Björn Hilmarsson

Haukur Birgir er efstur í -66 kg flokki og eru Björn Hilmarsson og Sigurður Eggertsson ekki langt undan. Þeir mætast allir þrír innbyrðis á laugardaginn og verða viðureignir þeirra spennandi.

-77 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Aron Óli vs. Sindri Dagur
Aron Óli vs. Hlynur Smári

Hér er mikið undir fyrir síðustu þrjár umferðirnar. Sindri Dagur og Aron Óli eru í efstu tveimur sætunum en Hlynur Smári er skammt undan. Aron Óli keppir við þá báða á laugardaginn og verða það afar mikilvægar glímur í þessum spennandi flokki.

-88 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Stefán Atli vs. Arnar Dan
Hilmir Dan vs. Elvar Leonardsson
Arnar Dan vs. Arnar Th Skúlason
Hilmar Leonardsson vs. Hilmir Dan
Elvar Leonardsson vs. Arnar Dan
Arnar Th vs. Stefán Atli

Hér geta efstu 6 keppendurnir í þessum 11 manna flokki komist í úrslit. Þrjár umferðir eru eftir og er allt galopið. Staðan gæti verið gjörólík eftir helgina enda margar innbyrðis viðureignir eftir milli efstu keppenda.

-99 kg flokkur karla

Hér er líka allt galopið og geta allir 6 keppendurnir komist í úrslit ennþá þó Bragi Þór sé nánast öruggur með úrslitasæti. Það má því segja að allar glímurnar hér séu mikilvægar fyrir baráttuna um 2. sætið.

+99 kg flokkur karla

Áhugaverðustu glímurnar:

Eiríkur Guðni vs. Mímir

Birgir Steinn er nokkuð öruggur með úrslitasæti en Mímir og Eiríkur Guðni eru jafnir í 2. sæti með 8 stig. Þeirra glíma mun því líklegast skera úr um hvor nær hinu úrslitasætinu.

-60 kg flokkur kvenna

Áhugaverðustu glímurnar:

Harpa Hauksdóttir vs. Þórhanna Inga

Þær Harpa og Þórhanna eru báðar nánast öruggar með sæti í úrslitum. Viðureignir þeirra hafa verið mjög spennandi í deildinni og hafa báðar glímurnar endað með jafntefli. Það verður spennandi að sjá hvort þriðja viðureignin þeirra muni einnig enda í jafntefli en sigur gæti tryggt toppsætið og montréttinn fyrir úrslitakvöldið.

-70 kg flokkur kvenna

Áhugaverðustu glímurnar:

Vera Óðinsdóttir vs. Kolfinna Þöll

Þær Vera og Kolfinna eru nánast búnar að tryggja sig í úrslit. Þær hafa, líkt og í -60 kg flokki kvenna, mæst tvisvar og báðar glímurnar endað með jafntefli. Efsta sætið er því undir í viðureign þeirra núna um helgina.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði