MINNUM Á PERSÓNULEGAR SÓTTVARNIR OG REGLUR MJÖLNIS

MINNUM Á PERSÓNULEGAR SÓTTVARNIR OG REGLUR MJÖLNIS
Mjölnir

Eins og hefur sennilega ekki farið framhjá neinum þá hefur tíðni Covid smita risið nokkuð undanfarið eins og við var að búast með auknum straumi ferðamanna og afléttinga bæði skimanna á landamærum og á takmörkunum vegna sóttvarna. Sem betur fer virðist bólusetning vera að virka þannig að færri veikast og veikindi virðast ekki eins alvarleg og áður ásamt því að sennilega er mikill fjöldi sem alls ekki sýkist. Engu að síður þurfum við að halda vöku okkar og huga vel að okkar persónulegu sóttvörnum.

Þá eru einnig líkt og áður skýrar reglur um að hvorki iðkendur né starfsmenn mega koma inn í Mjölni ef þeir:

  1. Eru í sóttkví.
  2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Eru með einhver einkenni flensu eða annarra veikinda (kvef, hósta, andþyngsli, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, tap á lyktar- og bragðskyni o.fl.).

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði