MJÖLNIR/HR MEÐ KEPPENDUR Á DIPLOMAMÓTI Í FYRSTA SINN Í HNEFALEIKUM

Það var nóg um að vera um helgina í boxinu og var þetta viðburðarrík helgi fyrir Mjölni/Hnefaleikafélag Reykjavíkur.

Á laugardaginn stigu 4 kappar í hringinn fyrir HR og stöðu sig allir mjög vel. Sindri Sindrason keppti við Maxemilian frá HFK en mátti sætta sig við tap í hörku bardaga. Þorgrímur Emilsson sigraði sinn bardaga með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Baldur Hrafn tapaði fyrir Hróbjarti Hafsteen eftir þrjár lotur í hörku bardaga. Elmar Gauti Halldórsson sigraði nafna sinn Elmar Frey frá Akureyri eftir frábæra frammistöðu. Þeir Elmar og Sindri keppa svo í Noregi þann 23. mars á stóru boxkvöldi!

Í gær, sunnudag, var síðan brotið blað í sögu félagsins þegar Hnefaleikafelag Reykjavíkur sendi í fyrsta sinn keppnislið í ungmennaflokki á boxmót ungmenna. Þessi svokölluðu diplomamót hafa strangari öryggisreglur og öðruvísi stigakerfi sem er sérhannað yngri iðkendum íþróttarinnar. Mótið var fjölmennasta diplomamótið frá upphafi en 40 börn voru skráð til leiks. Stóðu HR-ingarnir ungu sig gríðarlega vel en þeir hafa æft undir leiðsögn Davíðs Rúnars sem nýlega gekk í lið við þjálfarahóp félagsins og er jafnframt fyrsti þjálfari félagsins frá upphafi sem komið hefur á fót diplomastarfsemi innan klúbbsins.

Í lok mótsins hlutu tveir okkar keppenda diplomaskírteini, þeir Andri og Halldór, sem er gríðarlegt afrek í ljósi þess að þetta var þeirra fyrsti bardagi. Diplomaskirteini er gefið við ákveðna einkunn í lok viðureignar og skal það tekið fram að það er mjög sjaldgæft að keppendur fái slíkt skírteini í sinni fyrstu viðureign. Restin af okkar keppendum voru síðan hársbreidd frá því að hljóta skírteini sem verður að teljast stórkostleg frammistaða 

Framtíðin er björt hjá félaginu og það stækkar með hverjum mánuðinum sem líður. Við hlökkum til að fylgja þessum fjölbreytta og breiða hóp í hringinn á þessu keppnisári sem er rétt að hefjast!

Diplomabox


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði