MJÖLNIR OPEN 16 Á LAUGARDAGINN

Mjölnir Open 16 verður haldið laugardaginn 9. apríl. Mótið er sterkasta glímumót landsins þar sem öflugasta glímufólk landsins etur kappi.

Mjöln­ir Open er elsta BJJ-mót lands­ins enda hef­ur það verið haldið ár­lega frá ár­inu 2006, að und­an­skildu ár­inu 2020 þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn kom í veg fyr­ir móta­hald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í íslensku BJJ senunni. Keppt er án galla (nogi) og er hægt að vinna með uppgjafartaki eða á stigum.

Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.

Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla

Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
- 70 kg kvenna
- 60 kg kvenna

Skráningu lýkur fimmtudaginn 7. apríl kl. 23:00 og má reikna með fjölmennu móti. Á síðasta Mjölnir Open voru 92 keppendur skráðir til leiks og var það stærsta Mjölnir Open frá upphafi.

Mótið hefst kl. 11:00 og kostar 500 kr. inn.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði