NÝ STUNDATAFLA Í SEPTEMBER

NÝ STUNDATAFLA Í SEPTEMBER
Stundatafla haust 2018

Mánudaginn 3. september tekur ný stundatafla gildi fyrir haustönn (september-desember) 2018. Breytingar geta enn orðið á töflunni en eftirfarandi eru þær helstu sem komnar eru: 

  • MMA 101: Nýtt námskeið verður sett af stað í september sem kallast MMA 101. Á námskeiðinu er farið í grunninn á MMA þar sem áherslan verður lögð á tækni og ákefðin byggð upp hægt og rólega.
  • MMA 201 tímar hefjast í október en það er næsta skref eftir MMA 101 námskeið. Þeir tímar eru opnir öllum þeim sem lokið hafa MMA 101 námskeiðinu og einnig fyrir þá sem hafa klárað Box/Kickbox 101 og BJJ 101 eða hafa reynslu úr báðum greinum.
  • MMA 101 unglinga og MMA 201 unglingatímarnir verða tvískiptir. MMA unglinga 101 verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í Þórssal. MMA unglinga 201 verða svo í sér tímum á sama tíma og þeir eru núna á.
  • Boðið verður upp á fjölmörg grunnnámskeið í september sem hefjast ýmist 3. eða 4. september. Víkingaþrek 101 verður á sínum stað en í september verða tvö námskeið í boði. Annars vegar grunnnámskeið kl. 18:15 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (4 vikur) og hins vegar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7:15 (6 vikur).
  • Box 101 verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:30 í september.
  • BJJ 101 verður í hádeginu í september á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Kvöldnámskeið í BJJ verður svo í október á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15
  • Kickbox 101 verður í hádeginu í október á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en kvöldnámskeið verður svo á dagskrá í nóvember.
  • Yoga 101 verður á dagskrá í september á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:15.
  • Freyjuafl verður aftur sett á dagskrá í september en um er að ræða námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. Námskeiðið fyrir verðandi mæður hefst 4. september og verður á á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:15 og á laugardögum kl. 12:15. Námskeiðið fyrir nýbakaðar mæður er svo á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10:15.
  • Ný önn í barna og unglingastarfinu hefst mánudaginn 3. september. Þrír aldurshópar eru hjá okkur en um er að ræða barnatíma fyrir 5-8 ára og 8-13 ára og svo unglingatíma fyrir 14-17 ára.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði