NÝIR HLUTHAFAR Í MJÖLNI

NÝIR HLUTHAFAR Í MJÖLNI
MJÖLNIR

Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni. Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eru meðal nýrra hluthafa í gegnum eignarhaldsfélagið Öskjuhlíð GP ehf. og hafa nú eignast um þriðjung í félaginu.

Mjölnir hefur vaxið mikið á síðustu árum og hjá félaginu æfa nú um 1,600 manns. Innan félagsins eru kenndar ýmsar bardagalistir, auk öflugs unglinga- og barnastarf og almennra þreknámskeiða undir merkjum Víkingaþreks. Æfingaaðstaða félagsins er í glæsilegu 3,000 fermetra húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.

Samhliða innkomu nýrra hluthafa hefur Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, óskað eftir því að láta af störfum sem starfandi stjórnarformaður, til að snúa sér að öðrum störfum, í það minnsta tímabundið. Jón Viðar er einn af stofnendum og hluthöfum Mjölnis og hefur þjálfað og starfað hjá félaginu frá stofnun. Hann verður áfram í hluthafahópi félagsins og í stjórn. Haraldur Nelson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mjölnis, mun áfram leiða uppbyggingu félagsins ásamt þjálfurum og öðrum starfsmönnum.

„Framundan eru spennandi tímar hjá Mjölni. Ný æfingaaðstaða okkar í Öskjuhlíðinni býður upp á áhugaverða vaxtarmöguleika og við munum efla starfsemi Mjölnis enn frekar á næstu mánuðum. Með nýju og glæsilegu æfingahúsnæði getum við bætt við okkur fleiri iðkendum og fjöldi nýrra námskeiða hefjast nú í september. Jón Viðar hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir Mjölni og mun áfram vinna að framgangi félagsins, innan stjórnar sem utan. Með tilkomu nýrra hluthafa styrkist bakland Mjölnis enn frekar, sem gerir okkur kleift að vaxa áfram og veita iðkendum okkar enn betri þjónustu“, segir Haraldur Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis.

Um Mjölnir

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, nánar tiltekið að Flugvallarvegi 3 í Reykjavík, þar sem Keiluhöllin og Rúbín voru áður til húsa. Innandyra er að finna sex æfingasali, lyftinga- og teygjuaðstöðu, þrektæki, MMA búr, boxhring, barnahorn, góða búningsklefa, heitan pott, kaldan pott og fleira. Þá má ekki gleyma hárgreiðslustofunni Járnsöxu, nuddstofu og veitingastað í víkingastíl.

Eigendur Mjölnis eru sex talsins og aðrir hluthafar til viðbótar við þá sem nú eru kynntir til leiks, eru þeir Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Nelson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði