RÁÐSTAFANIR VEGNA HERTARI AÐGERÐA STJÓRNVALDA

RÁÐSTAFANIR VEGNA HERTARI AÐGERÐA STJÓRNVALDA
2JA METRA REGLAN

Annus horribilis heldur því miður áfram eins og hefur sennilega ekki farið framhjá neinum. Hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 þýða nokkrar breytingar á stundatöflu og starfsemi Mjölnis allavega til og með fimmdagsins 13. ágúst (þ.e. fimmtudagurinn í næstu viku) miðað við nýjustu tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins og annarra sem að málinu koma. Líkt og áður þurfum við öll að bregðast við með ábyrgum hætti, skynsemi og þolinmæði.

Tryggja þarf m.a. að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma sem og að nánd milli manna sé ekki styttri en tveir metrar. Biðjum við alla í Mjölni að virða þessa reglu.

Góðu fréttirnar eru þessar reglur gilda ekki um börn og ungmenni fædd 2005 og síðar og verða því æfingar þeirra með óbreyttu sniði.

Vegna reglna um nánd (2 metrar) falla hins vegar allir glímutímar (BJJ) niður hjá þeim sem eru fæddir 2004 og síðar. Sama á við um allar æfingar keppnisliða í BJJ og MMA (athugið að aðrir MMA tímar eru á sínum stað).

Takmörkun verður á fjölda í aðra tíma, t.d. víkingaþreki, yoga og goðaafli, og algjörlega nauðsynlegt að forskrá sig á netinu í fjölmenna tíma. Frá og með miðvikudeginum 5. ágúst verður breyting á hádegistímum á virkum dögum í víkingaþrekinu. Þeim verður fjölgað í tvo og hefjast kl. 11:30 og 12:30 í stað þess sem áður var kl. 12:00. Þetta er gert í tilraunaskyni til að hægt sé að dreifa betur álaginu á þessum fjölmennu tímum.

Aðrir tímar, t.d. í MMA, boxi og kickboxi verða á sínum stað en með breyttu sniði þar sem tveggja metra reglan er í gildi. Næstu 10 daga verður því áhersla á tækniæfingar og annað þar sem hægt er að halda tveggja metra reglunni.

Lánsbúnaður í tímum verður í algjöru lágmarki vegna þessara aðstæðna og því hvetjum við iðkendur til að taka með sér eigin búnað, t.d. boxhanska, hlífar, handklæði, yogadýnur o.s.frv.

Iðkendur eiga ekki að deila búnaði með öðrum og munið að spritta (sótthreinsa) búnað og áhöld vel bæði fyrir og eftir notkun.

Einnig hvetjum við þá sem geta til að sleppa notkun búningsklefa og til að sturta sig heima. Gufa ásamt heitum og köldum potti verður lokað svæði vegna nálgunartakmarkanna.

Líkt og áður eru skýrar reglur um að hvorki iðkendur né starfsmenn mega koma inn í Mjölni ef þeir:

a. Eru í sóttkví.

b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).

c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

d. Eru með einhver einkenni flensu eða annarra veikinda (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Að öllu óbreyttu verður dagskrá svo með hefðbundnu sniði frá og með föstudeginum 14. ágúst. Við vonum öll að sú áætlun haldist. Við erum öll í þessu saman.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði