SJÖ HNEFALEIKAMENN KEPPTU Í NOREGI

SJÖ HNEFALEIKAMENN KEPPTU Í NOREGI
Keppnislið í hnefaleikum á leið til Noregs

Um síðustu helgi héldu 7 boxarar til Noregs að keppa þar við heimamenn. Mikael Hrafn, Nóel Freyr og Ásgeir Þór tóku allir sýningarbardaga þar sem enginn sigurvegari er krýndur.

Mikael Hrafn keppti fyrsta sýningarbardagann og sýndi frábæra takta. Þar á eftir kom Nóel Freyr á móti mun hærri og þyngri andstæðingi. Nóel sýndi mjög flotta tækni og lét þyngdar- og hæðarmuninn ekki hafa áhrif á sig og gerði frábæra hluti sem vöktu mikla athygli.

Ásgeir Þór fór síðan á móti reyndari andstæðingi og gerði vel í fyrstu lotu en fékk síðan þungt högg í annarri lotu sem gerði það að verkum að dómarinn stöðvaði viðureignina. Reynsla í bankann.

Fyrsta skráða viðureignin var í Junior -71 kg þar sem Óliver Örn fór gegn Marhias Andersson en Óliver boxaði frábærlega og vann þennan bardaga eftir klofna dómaraákvörðun eftir geggjaða frammistöðu.

Hákon Garðarsson mætti því næst Sondre Lystad í Youth -75 kg og byrjaði af krafti en talið var yfir andstæðing Hákonar eftir um 15 sekúndur í fyrstu lotu. Hákon sýndi mikla yfirburði og sigraði svo með tæknilegu rothöggi um miðja aðra lotu.

Alanas Noreika keppti því næst við Alexander Vold í -75 kg flokki og þarna var mjög jöfn barátta. Alanas fékk talningu á sig í fyrstu lotu en kom harður til baka og svaraði vel fyrir sig. Bardaginn var jafn alveg fram á síðustu sekúndu en Alanas fékk aftur talningu á sig á síðustu bjöllu bardagans á sama tíma og dregið var stig af Alexander. Bardaginn féll til Alexander en hefði klárlega getað fallið báðum megin.

Aðalbardagi kvöldsins var rosalegur, Steinar Thors vs. Adrian Hagen. Steinar er landsliðsmaður fyrir Íslands hönd og Adrian landsliðsmaður fyrir hönd Noregs og með um 45 bardaga. Bardaginn var allan tímann fram og aftur og aldrei víst hvor væri með yfirhöndina. Steinar náði þó talningu á Adrian í 3. lotu og liðsmenn HR á staðnum voru alveg á því að Steinar myndi fá sigurinn. Viðureignin mjög jöfn og hefði getað farið hvorn veginn sem er en Adrian fékk sigur að lokum. Allar viðureignir á mótinu sýndu klárlega að HR á heima gegn þessum sterku andstæðingum erlendis og stefnan sett á miklar bætingar áfram og fleiri mót á erlendri grundu.

 

Keppni í hnefaleikum í Noregi

 

Keppni í hnefaleikum í Noregi

 

 

 

 

 

 

 

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði