UNBROKEN DEILDIN HEFST Á LAUGARDAGINN

UNBROKEN DEILDIN HEFST Á LAUGARDAGINN
Unbroken deildin

Unbroken deildin hefst nú á laugardaginn í Mjölni. Skráningu lauk á mánudaginn og eru 98 keppendur skráðir til leiks.

Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök glímudeild er haldin hér á landi. Keppt er í nogi (án galla) uppgjafarglímu og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki. Takist hvorugum að ná uppgjafartakinu endar glíman í jafntefli.

Allir keppa við alla í sínum þyngdarflokki og er glímunum dreift yfir þrjá keppnisdaga; 28. janúar, 18. febrúar og 11. mars.

Fyrsti keppnisdagur er því núna á laugardaginn í Mjölni en tveir efstu í hverjum flokki mætast svo í hreinni úrslitaglímu laugardaginn 3. júní í Tjarnarbíó.

Þyngdarflokkum er skipt í byrjendadeild (0-2 ára reynsla) og úrvalsdeild. Keppendurnir 98 koma frá níu félögum og verða þyngdarflokkarnir eins og hér segir:

Karlar:
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla

Kvenna:
+70 kg kvenna
- 70 kg kvenna
- 60 kg kvenna

Keppnisreglur má finna hér en mótið hefst kl. 11 á laugardaginn þar sem 162 glímur verða á dagskrá á fjórum völlum. K


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði