Í BOX 101 unglinga er farið yfir öll helstu grunnatriði í hnefaleikum: Vörn, fótaburð og hvernig á að kýla rétt. Mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda í kennslu hnefaleika. Á unglinganámskeiðum er sérstaklega kennt út frá hinu svokallaða Diploma kerfi en þar er einungis dæmt út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi ungra iðkenda.
Á námskeiðinu æfa byrjendur sér á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:05. Eftir námskeiðið geta þau farið þau upp í 201 framhaldshópinn en 201 tímarnir fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 16:05. Þar er skerpt á tækninni og öll atriðin sem þau lærðu í 101 tekin skrefi lengra. Námskeiðið er fyrir 12 til 17 ára unglinga.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum. Öllum unglingum sem æfa í Mjölni stendur einnig til boða að mæta í Víkingaþrek unglinga sem er á laugardögum kl. 13.
Næsta námskeið:
- 6. júní: Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:05 (8 vikur).
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- Hanskar
- Tannhlíf
- Vafningar
- Stuttbuxur og bolur
Á Facebook er sérstök foreldragrúbba fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.
Framhald: Að þessu námskeiði loknu stendur krökkunum til boða að fara í Box 201 unglinga.
Þjálfarar: Vilhjálmur Hernandez og fl.