Box 201 unglinga

Í þessum tímum eru öll grunnatriði í hnefaleikum tekin skrefi lengra í smáatriðum og bætt við nýjum atriðum til að auka þekkinguna á hnefaleikum til muna. Þeir unglingar sem sækja þessa tíma eru einnig í góðum undirbúning til að keppa í svokölluðu Diplomaboxi en þar eru keppendur dæmdir eftir tæknilegri getu en ekki með það að markmiði að yfirbuga andstæðinginn. Slík reynsla er frábær undirbúningur fyrir keppnisbox í framhaldinu ef áhugi er fyrir því þegar iðkendur hafa náð aldri til þess.

Á unglinganámskeiðum er sérstaklega kennt út frá hinu svokallaða Diploma kerfi en þar er einungis dæmt út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi ungra iðkenda. Tímarnir eru fyrir 12 til 17 ára unglinga.

Hafi iðkendur lokið 10 vikna grunnnámskeiðinu Box 101 unglingar geta þeir sótt þessa tíma eða hafa sambærilega reynslu úr hnefaleikum.

Tímarnir eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 16:15. Öllum unglingum sem æfa í Mjölni stendur einnig til boða að mæta í Víkingaþrek unglinga sem er á laugardögum kl. 13.

ATH: Krakkar fæddir 2003 og 2004 geta ekki byrjað að æfa strax vegna núgildandi sóttvarnarreglna. Sá hópur getur ekki byrjað fyrr en sóttvarnarreglur stjórnvalda breytast. Við bendum þó á að Mjölnir býður upp á útiþrek í tjaldinu kl. 15:15 á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir þennan aldurshóp á meðan núverandi sóttvarnarreglur gilda.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • Tannhlíf
  • Vafningar
  • Voxhanskar
  • Stuttbuxur og bolur

Við erum hér á Facebook: Mjölnir (Unglingar)

Á Facebook er sérstök foreldragrúppa fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.

Þjálfarar: Davíð Rúnar og fleiri.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði