Flýtilyklar
Víkingaþrek unglinga
Víkingaþrek unglinga (13-17 ára) eru styrktar- og þrektímar þar sem unnið er út frá hugmyndafræði um hagnýtan styrk og heilbrigt stoðkerfi. Unnið er með eigin líkamsþyngd, ketilbjöllur og teygjur og haft að leiðarljósi að hér eru ungmenni að æfa sem eru enn að vaxa.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15 og á laugardögum kl. 13:00. Nokkrum sinnum í mánuði fara krakkarnir í Gryfjuna (lyftingaraðstaða Mjölnis) og fá hagnýta kennslu í lyftingum og styrktarþjálfun.
Laugardagstímarnir eru opnir öllum unglingum sem æfa í Mjölni, einnig fyrir þá sem eru á MMA 101 námskeiðinu.
Markmið: Að iðkendur læri rétta líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga og þjálfi með sér gott úthald og líkamlegan styrk.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)
Þjálfarar: Böðvar Tandri Reynisson, Agnes Alda Magnúsdóttir, Ásgeir Marteinsson og Halldór Karlsson.