Flýtilyklar
Box 101
Box 101 er skemmtilegt grunnnámskeið í ólympískum hnefaleikum þar sem kafað er djúpt í tækni og líkamsbeitingu við iðkun hnefaleika. Farið er yfir öll helstu högg, varnartilbrigði og fótaburð ásamt því að læra vel á það hvernig unnið er með fókuspúða og boxpúða. Námskeiðið er þrepaskipt þar sem hvert kennsluatriði leiðir að öðru og fá iðkendur að æfa sig vel á tækninni sem kennd er bæði í pörum og með einstaklingsæfingum.
Þegar líða tekur á námskeiðið flétta iðkendur tækninni sem þeir hafa lært inn í létt sparr þar sem blandað er saman varnartaktík og sókn á móti andstæðing. Mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda en strax í upphafi námskeiðsins fá iðkendur kynningu á öryggisatriðum og staðalbúnaði sem fylgja íþróttinni. Að loknu námskeiði býðst svo iðkendum að halda áfram í Box 201 framhaldstímana. Haldið er uppi Facebook síðu fyrir hvert grunnnnámskeið þar sem deilt verður kennslumyndböndum og auglýstir viðburðir.
Næsta námskeið:
- 2. september: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:15 (6 vikur).
Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði 101 námskeiða eru tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingaraðstöðu.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.
Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Box & Kickbox
Markmið: Að iðkendur auki skilning sinn á líkamsbeitingu við iðkun hnefaleika svo það nýtist þeim til áframhaldandi hnefaleikaiðkun.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- tannhlífar
- vafningar
- boxhanskar (mælt með, annars eru lánshanskar í boði)
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum sex vikna grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.
Þjálfari: Beka Danelia og fleiri
Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum sex vikna grunnnámskeiðum og aðgang að opnun tímum.