BJJ 101 fyrir 35+

BJJ 101 35+Brasilískt Jiu Jitsu 101 fyrir 35+ er 8 vikna grunnnámskeið í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) fyrir 35 ára og eldri (og aðra sem vilja fara sér hægar). Námskeiðið er lengra en hefðbundið BJJ 101 námskeið og er gefinn meiri tími fyrir tæknikennslu.

BJJ er undirstaða þjálfunar og færni í blönduðum bardagalistum (MMA) og frábær sjálfsvörn og líkamsrækt. Þessi skemmtilega glímuíþrótt byggir einnig upp þol, styrk og þá er þetta frábær brennsla. Á námskeiðinu er farið í öll grunnatriði íþróttarinnar ásamt ýmsum uppgjafartökum, hvernig á að koma sér úr slæmum stöðum, nokkrar fellur og fleira. Þetta er frábær leið til að fara aðeins út fyrir þægindarammann sinn og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Að loknu námskeiðinu býðst svo þátttakendum að mæta í framhaldstíma BJJ 201 og uppgjafarglímu Nogi 201.

Þeim sem sækja námskeiðið stendur einnig til boða að fara í Goðaaflið samkvæmt stundaskrá en aðal markmið Goðaaflsins er að huga að minni vöðvum líkamans, styrkja miðju- og mjaðmasvæði sem styður við bakið, auka liðleika, virkja vöðva í efra baki og eins í kringum hné. Goðaflið er því frábær viðbót við námskeiðið til móts við glímuna.

Næsta námskeið:

  • 9. september 2024: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:30 (8 vikur).

Innifalið í grunnnámskeiði: Þeir sem sækja BJJ 101 35+ geta mætt í Open Mat tíma sem eru opnir tímar fyrir iðkendur sem vilja koma og glíma. Innifalið í verði 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur yoga tímum, Goðafli, að heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingaraðstöðu.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Brazilian Jiu Jitsu.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (án rennilása og þess háttar sem getur meitt. Mælt er með æfingabuxum eða stuttbuxum og bol)
  • tanngómur (ekki nauðsynlegt en má hafa í tímum)
  • punghlíf (ekki nauðsynlegt en má hafa í tímum)

Þjálfarar: Bjarni Baldursson (BJJ)

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum sex vikna grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

Hér má finna nánari upplýsingar um næstu grunnnámskeið í Mjölni.

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði