HELGARNÁMSKEIÐ Í ÓLYMPÍSKUM LYFTINGUM

olyHelgina 9. til 11. október verður helgarnámskeið í ólympískum lyftingum. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra ólympískar lyftingar og verður farið vel yfir grunntæknina á þessu helgarnámskeiði.

Kennt er yfir alla helgina á eftirfarandi tímum:

Föstudagur: 19:15-20:45
Laugardagur: 8:00-10:00 og svo 13:00-15:00
Sunnudagur: 8:00-10:00

Á námskeiðinu er gefinn góður tími til að fara yfir þessar helstu hreyfingar og fá iðkendur góðan tíma til að læra hreyfingarnar rétt.

Kennari á námskeiðinu er Sigurður Darri Rafnsson. Sigurður er einn færasti þjálfari landsins í ólympískum lyftingum og er með IWF (International Weightlifting Federation) Club Coach Course Level 1 og 2 réttindi. Hann er landsliðsþjálfari U-20 í ólympískum lyftingum, situr í stjórn Lyftingasambands Íslands og hefur sótt fjölmargar æfingabúðir á Norðurlöndum fyrir hönd félagsins. Hann hefur einnig fjögurra ára reynslu í Crossfit þjálfun, bæði fyrir fullorðna og unglinga en hann hefur fylgt tveimur unglingum á heimsleikana í Crossfit þar sem hann skilaði öðrum þeirra í 3. sæti á leikunum 2019.

Verð: 14.900 fyrir korthafa í Mjölni (22.900 fyrir aðra).

ATH, aðeins 15 pláss í boði.

Meðlimir Mjölnis sem vilja nýta afsláttinn skrá sig í afgreiðslu eða með því að senda póst á petur@mjolnir.is.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði