25. og 26. mars verður helgarnámskeið í ólympískum lyftingum. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra ólympískar lyftingar og verður farið vel yfir grunntæknina á þessu helgarnámskeiði.
Kennsla fer fram á laugardegi og sunnudegi kl. 12-13:30 í Útgarði. Innifalið í verði námskeiðsins er mánuður í Mjölni eftir að námskeiðinu lýkur þar sem iðkendur geta mætt í MjölnirFit tímana.
Á námskeiðinu er gefinn góður tími til að fara yfir þessar helstu hreyfingar og fá iðkendur góðan tíma til að læra hreyfingarnar rétt.
Kennari á námskeiðinu er Böðvar Tandri Reynisson (EREPS L4 Personal Trainer / ÍAK einkaþjálfari, CF L2 Trainer, Strength system L2, Steve maxwell L2, StrongFirst L1).
Verð: 29.900 (meðlimir fá 75% afslátt)
ATH, aðeins 20 pláss í boði.
Meðlimir Mjölnis sem vilja nýta afsláttinn skrá sig í afgreiðslu eða með því að senda póst á petur@mjolnir.is.