Kickbox 101

Kickbox101Kickbox 101 er frábært 6 vikna grunnnámskeið. Farið er yfir öll helstu spörk og högg, varnartilbrigði og fótaburð ásamt því að læra vel á það hvernig unnið er með tæ-púða og skyldi. Námskeiðið er þrepaskipt þar sem hvert kennsluatriði leiðir að öðru og fá iðkendur að æfa sig vel á tækninni sem kennd er bæði í pörum og með einstaklingsæfingum.

Þegar líða tekur á námskeiðið flétta iðkendur tækninni sem þeir hafa lært inn í létt sparr þar sem blandað er saman varnartaktík og sókn á móti andstæðing. Mikið er lagt uppúr öryggi iðkenda en strax í upphafi námskeiðsins fá iðkendur kynningu á öryggisatriðum og staðalbúnaði sem fylgja íþróttinni. Að loknu námskeiði býðst svo iðkendum að halda áfram í Kickbox 201 sem er framhaldsnámskeið. Haldið er uppi Facebook síðu fyrir hvert grunnnnámskeið þar sem deilt verður kennslumyndböndum og auglýstir viðburðir á vegum Mjölnis.

Námskeiðið er ýmist á kvöldin eða í hádeginu. Innifalið í námskeiðinu er aðgangur að bardagaþreki á föstudögum kl. 16:15.

Næsta námskeið - 9. sept (6 vikur): 

Kennsla fer fram á:

Fyrstu 4 vikurnar á námskeiðinu fara fram á:

  • mánudögum og miðvikudögum kl. 18:15

Síðustu 2 vikurnar á námskeiðinu fara fram á:

  • mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00

Skráning á námskeið

Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði 101 námskeiða eru tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að yoga tímum, Goðaafli, bardagaþreki, heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingar- og þrekaðstöðu.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Box & Kickbox

Markmið: Að iðkendur auki skilning sinn á líkamsbeitingu við iðkun íþróttarinnar svo það nýtist þeim bæði í framhaldstímum og blönduðum bardagaíþróttum (MMA).

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • tannhlífar
  • vafningar
  • boxhanskar (mælt með, annars eru lánshanskar í boði)
  • legghlífar (mælt með)
  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)

Þjálfarar: Julius Bernsdorf o.fl.

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum sex vikna grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði