Kickbox 201

kickbox; mjolnir; mma; bjj; learn_self_defence; sjalfsvorn; bardagaklubbur; vikings;

Kickbox 201 eru framhaldstímar í kickboxi þar sem kafað er dýpra í tækniatriði íþróttarinnar. Krafist er þess að iðkendur hafi klárað grunnnámskeiðið þar sem tæknin er flóknari og byggir á grunnatriðum. Í þessu námskeiði er grunnatriðum blandað við flóknari tækniaðferðir þar sem iðkendur eru hvattir til að blanda að eigin frumkvæði saman hinum ýmsu tækniatriðum við þróun á egin stíl. Námskeiðinu er skipt niður í 8 vikur þar sem hver vika hefur sitt þema. Að þeim 8 vikum liðnum er aftur tekið upp þema fyrstu viku með breyttum áherslum. Námskeiðið er þar af leiðandi 8 þrepa hringur sem endurtekur sig á 8 vikna fresti sem iðkendur geta nýtt sér til að ná góðu valdi á íþróttinni. Námskeiðið getur bæði nýst fólki sem einungis vill bæta kickbox tækni sína og fá þá hreyfingu sem úr íþróttinni fæst annars vegar eða nýtt sér námskeiðið sem stökkpall yfir í keppnishóp hinsvegar. Það er síðan á valdi þjálfara að ákveða hvort færni sé nægileg til að viðkomandi geti æft með keppnishópi (Kickbox 301) þar sem auknar kröfur eru gerðar og lögð er áhersla á að keppa. Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Box & Kickbox

Markmið: Að iðkendur öðlist öryggi við iðkun kickboxs og geti nýtt sér lærða tækni til að þróa færni sína enn frekar.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • tannhlífar
  • vafningar
  • boxhanskar (mælt með, annars eru lánshanskar í boði)
  • legghlífar (mælt með)
  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)

  

Þjálfarar: Hrólfur Ólafsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði