CrossFit

Crossfit101CrossFit tímar á fjölbreyttum hraða og ákefð þar sem notast er við handlóð, stangir, medicine bolta, þrektæki og eigin líkamsþyngd.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir - CrossFit

Næsta grunnnámskeið verður helgina:

  • 24. og 25. febrúar.

Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði námskeiðsins eru 2 vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur fá:

  • Aðgang að CrossFit tímum.
  • Aðgang að Gryfjunni og Útgarði (lyftingaraðstaða Mjölnis).
  • Aðgang að almennum tímum í Yoga og Goðaafli.
  • Aðgang að saunu og pottasvæði Mjölnis.

Tímarnir eru í Útgarði en í salnum er allt til alls! Við erum með Monster Lite Wallmount, frístandandi S-4 hnébeygjurekka, 20 kg Rogue Ohio Bar lyftingarstangir, 15 kg Rogue Bella Bar lyftingarstangir, 10 kg Rogue Junior Bar lyftingarstangir, Rogue sippubönd, teygjur og Medicine bolta. Auk þess erum við með frábær tæki; 8 AssaultBike Classic, 8 C2 róðravélar, 2 C2 SkiErg, Abraham Rogue GHD, ásamt C2 BikeErg og Assault Air Runner.

Útgarður nefndist heimili Útgarða-Loka, fjölkunnugs jötuns í norrænni goðafræði. Þrumuguðinn Þór sem við könnumst aðeins við hélt til Útgarðs ásamt fylgisveinum sínum. Þar lét Útgarða-Loki þá þreyta hinar ýmsu þrautir sem allar reyndust þeim um megn. Litlu mátti muna að þremenningarnir hefðu leyst þrautirnar en það reyndist ómögulegt þar sem Útgarða-Loki beitti brellum og sjónhverfingum.

Í okkar Útgarði muntu finna hinar ýmsu þrautir og þrekraunir en engum brellum eða sjónhverfingum beitt.

Þess í stað munum við hjálpa þér að leysa þrautirnar eftir fremsta megni og skiptir mestu máli að ÞÚ mætir og gerir þitt allra besta.

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu 75% afslátt af öllum grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

Þjálfari: Benedikt Karlsson.

 

Skráning á helgarnámskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði