Útlagar

Útlagar byrja í sumar!

Krefjandi og skemmtilegar útiæfingar í anda Víkingaþreksins þar sem við komum til með að nýta okkur Öskjuhlíðina og svæðið í kring til að taka vel á því undir berum himni í sumar. Ekki þarf neinn grunn til að koma í Útlagana, bara mæta klædd eftir veðri, vera með og njóta. 

Æfingarnar eru opnar öllum iðkendum Mjölnis án endurgjalds og einnig geta þeir sem ekki eru skráðir iðkendur keypt sérstakt Útlagakort sem gefur þeim aðgang að tímunum. Það er tilvalið fyrir þá sem langar að æfa úti í sumar á þessu frábæra svæði og kynnast æfingunum í Mjölni um leið. Notast verður við eigin líkamsþyngd, ketilbjöllur, trjádrumba og ýmislegt fleira í æfingunum.

Tímarnir eru kenndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:15 og á laugardögum kl. 10:30. Fyrsti tími verður þriðjudaginn 4. júní.

Búnaður: Mætið klædd eftir veðri og í góðum æfingaskóm. Það getur verið gott að hafa þunna hanska með sér þar sem má búast við að æfingar verði gerðar á mismunandi undirlagi.

Þjálfarar: Andri Bjartur Jakobsson, Kári Ketilsson og Valentin Fels.

 

Skráðu þig strax í meðlimaáskrift og þá færðu 75% afslátt af öllum 101 grunnámskeiðum og aðgang að opnum tímum

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði