Víkingaþrek - Ruddi

Ruddi - Víkingaþrek

Ruddi er æfingakerfi þar sem unnið er í lotum til að ná upp hámarksákefð. Loturnar eru sex talsins þar sem unnið er í 30 sekúndur og hvílt í 1 mín á milli lota. Ætlast er til að iðkendur finni villidýrið í sér og gefi allt í æfingarnar frá fyrstu sekúndu. Með þessum hætti er hægt að byggja upp mikið þol á stuttum tíma. Uppsetning tímans er háttað þannig að iðkendur hita sjálfir upp í upphafi, mæti svo Ruddann og taki vel á því í þennan stutta tíma sem æfingin varir. Að lokum sjá iðkendur sjálfir um að teygja. Æfingarnar eru stuttar og ættu að henta vel þeim sem hafa lítinn tíma og þeim sem vilja byggja upp þol sitt í bland við aðrar greinar.

Kerfið byggist á æfingaaðferðum sem Gunnar Nelson og Conor McGregor hafa notað til að byggja upp þol fyrir bardagana sína undanfarið. Gunnar tók upp þessa aðferð fyrir bardagann sinn á móti Albert Tumenov og fann hann mikinn mun á þolinu sínu í bardaganum. 

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Víkingaþrek

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

 

Þjálfarar: Steinar Thors / Gyða Erlingsdóttir

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði