Víkingaþrek 201

Víkingaþrek 201

Víkingaþrek 201 eru ekta Víkingaþrekstímar en með örlitlum áherslubreytingum frá hefðbundnu tímunum. Mikið er lagt upp úr góðri upphitun, vönduðum æfingum með bjöllum og eigin líkamsþyngd og síðan slakandi fínum teygjum í lokin. Ákefðin er ekki jafnmikil og vant er í þrekinu en þó getur hver og einn að sjálfsögðu aðlagað álagið að sínum þörfum með því að stýra þyngdum og tempói á æfingunum. Fullkomnir tímar til að fá fjölbreytni í æfingarútínuna, ná enn betri tökum á allri tækni eða til að brúa bilið frá grunnnámskeiði yfir í almennu tímana.

Þessir tímar eru opnir öllum þeim sem hafa lokið Víkingaþreki 101 eða eru með sambærilega reynslu.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Víkingaþrek

Markmið: Að iðkendur efli líkamlegan styrk og úthald í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi og nái enn betri tökum á tækninni.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • Íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

Þjálfarar: Gyða Erlingsdóttir yfirþjálfari í Víkingaþreki og Árni "úr járni" Ísaksson stýra og stjórna þessum tímum.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði