BARNA- OG UNGLINGASTARF

Barna- og unglingastarf Mjölnis nær frá 5 ára aldurs til 17 ára unglinga. Barnastarfið er mest byggt á leikjum en í unglingastarfinu er farið nánar í tæknilega hlutann undir öruggri leiðsögn. Námskeið hefjast alltaf þrisvar á ári; í janúar, júní og september.

5-8 ára

Börn 5-8 ára eru tímar sem eru að mestu byggðir upp sem leikir þar sem börnin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig.
 
8-13 ára

Börn 8-13 ára eru tímar sem eru byggðir upp að meginatriðum eins og 5-8 ára hópurinn nema hér læra þau ítarlegri tækni bæði í gólfglímu, standandi glímu og við högg og spörk.

MMA 101 unglingar 13-17 ára

MMA 101 Unglingar grunnnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Iðkendur fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) og læra þar öruggar leiðir til að stjórna andstæðingum, einfalda lása og hengingar. Einnig er farið í grunninn í Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA). Mikið er lagt í öryggi og t.d. er einungis einblínt á tækni þegar högg eru tekin fyrir.

MMA 201 unglingar 13-17 ára

MMA 201 Unglingar er beint framhald af MMA 101 Unglingar. Farið er nánar og dýpra í tækni og það sem þarf til að öðlast meiri færni í BJJ, kickbox og MMA.

Krakkabox 101

Krakkabox 101 er fyrir 7-11 ára krakka þar sem grunnatriðin í hnefaleikum eru kennd. Tímarnir eru uppbyggðir sem boxtengdir leikir og eru krakkarnir aldrei að boxa við hvort annað heldur einungis að kýla í púða.

BOX 101 unglinga

Mjölnir byrjaði með unglingabox nú í janúar og hefur það farið vaxandi síðan. Í þessu grunnnámskeið er farið yfir öll helstu grunnatriði í hnefaleikum: Vörn, fótaburð og hvernig á að kýla rétt. Mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda.

BOX 201 unglinga

Í þessum tímum eru öll grunnatriði í hnefaleikum tekin skrefi lengra í smáatriðum og bætt við nýjum atriðum til að auka þekkinguna á hnefaleikum til muna. Þeir unglingar sem sækja þessa tíma eru einnig í góðum undirbúning til að keppa í svokölluðu Diplomaboxi en þar eru keppendur dæmdir eftir tæknilegri getu en ekki með það að markmiði að yfirbuga andstæðinginn.

Víkingaþrek unglinga

Víkingaþrek Unglingar eru styrktar- og úthaldstímar þrisvar sinnum í viku þar sem unnið er út frá hugmyndafræði um hagnýtan styrk og heilbrigt stoðkerfi. Unnið er með eigin líkamsþyngd og haft að leiðarljósi að hér eru ungmenni að æfa sem eru enn að vaxa. Laugardagstímarnir eru opnir öllum unglingum (13-17 ára) sem æfa í Mjölni.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði