FJÓRIR MMA MJÖLNISMENN Á GOLDEN TICKET

FJÓRIR MMA MJÖLNISMENN Á GOLDEN TICKET
Golden Ticket

Það er ekki bara Unbroken úrslitakvöldið um helgina heldur verða einnig fjórir MMA bardagamenn frá Mjölni á Golden Ticket kvöldinu á Englandi. Þetta eru líka allt rosalegir bardagamenn og má búast við algjörri veislu á laugardaginn!

Þýska tröllið Julius Bernsdorf er staðráðinn í að komast aftur á sigurbraut eftir þrjú töp í röð. Julius mætir Kacper Klekot (2-0) frá Póllandi í léttþungavigt. Julius hefur mikið bætt wrestlingið sitt síðan við sáum hann síðast og má búast við að hann taki bardagann í gólfið á laugardaginn.

Julius er þó hvergi banginn við að halda þessu standandi og getum við átt von á frábærri frammistöðu hjá Julius á laugardaginn.

 

Aron Franz mætir Cheick Mane. Aron átti að berjast í Færeyjum á dögunum en þurfti því miður að draga sig úr þeim bardaga vegna meiðsla. Hann náði þó að tjasla sér saman til að taka þennan bardaga með skömmum fyrirvara.

Aron hefur bætt sig gríðarlega mikið á undanförnu ári - sérstaklega í fótavinnunni og í uppgjafartökunum. Það eru fáir sem æfa jafn vel og hann og hlusta á hvert einasta orð sem þjálfararnir Gunnar Nelson og Luka Jelcic segja. Aron er aðeins 21 árs gamall og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á laugardaginn.

 

Mikael Aclipen (2-2) snýr aftur í búrið eftir smá fjarveru. Mikael er aðeins 19 ára gamall en hefur æft í Mjölni frá því hann var 8 ára gamall. Mikael náði bronsi á Heimsbikarmótinu í MMA 2021 og datt síðan úr leik á Heimsmeistaramótinu nokkrum mánuðum síðar án þess að komast á pall. Það var í janúar 2022 og hefur Mikael glímt við meiðsli síðan þá.

Hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli en er nú orðinn heill heilsu og tilbúinn í slaginn. Mikael mætir til leiks í nýjan þyngdarflokk, fjaðurvigt, eftir að hafa barist í bantamvigt á HM.

Mikael er eitt allra mesta efni á Íslandi og verður gríðarlega spennandi að sjá hann aftur í búrinu. Mikael mætir Jordan Cox (2-1) á laugardaginn og getum við ekki beðið eftir að sjá hvað hann gerir.

 

Viktor Gunnarsson mætir Lewis Mason í bantamvigt. Hinn 22 ára gamli Viktor hefur æft hér í Mjölni í rúman áratug þrátt fyrir ungan aldur. Hann kom inn í keppnisliðið með góðan grunn eftir að hafa verið í unglingastarfi okkar og er afar tæknilegur enda með margar mínútur á dýnunum.

Viktor er alltaf mættur fyrstur á æfingu og tekur áhugamannaferil sinn afar alvarlega. Á síðustu mánuðum höfum við sé miklar bætingar hjá honum, sérstaklega standandi og ofan á í gólfinu. Afraksturinn verður væntanlega til sýnis á laugardaginn!

 

Golden Ticket verður með streymi á Pay-Per-View og kostar streymið um 2.000 kr.

Julisu vs Kacper Aron vs Cheik 
   
Mikael vs Jordan  Viktor vs Lewis 

 

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði