KRISTJÁN HELGI OG SARA SIGURSÆLUST Á MJÖLNIR OPEN 17

Mjölnir Open 17 fór fram á laugardaginn. Fullt var út úr húsi og var frábær stemning á mótinu.

67 keppendur frá 8 félögum voru skráð til leiks. Af 85 glímum enduðu 53 með uppgjafartaki og var nóg um glæsileg tilþrif á öllum völlum.

Viktor Gunnarsson úr Mjölni sigraði -66 kg flokk karla eftir flotta glímu við hinn 17 ára Hauk Birgi Jónsson. Þetta er annað árið í röð sem hann tekur -66 kg flokkinn.

-77 kg flokkur karla var ansi sterkur en 16 keppendur voru skráðir í flokkinn. Valentin Fels bar sigur úr býtum með sigri á Brynjólfi Ingvarssyni í úrslitum en Breki Harðarsson frá Atlantic á Akureyri var í þriðja sæti. Þetta er fjórða árið í röð sem Valentin sigrar sinn flokk á Mjölnir Open – þrisvar hefur hann tekið -77 en í fyrra sigraði hann -88 kg flokkinn. 

-88 kg flokkur karla var feikilega sterkur og fjölmennasti flokkur mótsins með 25 keppendur.

Stefán Fannar komst í úrslit eftir frábæra glímu við Sigurpál Albertsson. Stefán sigraði Sigurpál á stigum, 2-0, og var glíman sennilega sú besta á mótinu. Vilhjálmur Arnarson sigraði Helga Ólafsson með uppgjafartaki í hinni undanúrslitaglímunni. Svo fór að Vilhjálmur kláraði Stefán með uppgjafartaki og vann flokkinn afar verðskuldað. Vilhjálmur vann allar fjórar glímurnar sínar á uppgjafartaki og átti frábæran dag.

MJÖLNIR-OPEN17

Kristján Helgi Hafliðason sigraði -99 kg flokk karla. Kristján sigraði Sigurgeir Heiðarsson á stigum í úrslitum og er þetta í þriðja sinn sem hann vinnur sinn flokk á Mjölnir Open.

Halldór Logi Valsson sigraði +99 kg flokk karla og var það í sjöunda sinn sem hann vinnur sinn þyngdarflokk. Halldór vann báðar glímurnar sínar á uppgjafartaki.

Aðeins einn kvennaflokkur var á mótinu í ár, -70 kg flokkur kvenna, en hinir flokkarnir féllu niður þar sem skráning var ekki nógu mikil. Auður Olga Skúladóttir sigraði flokkinn eftir hörku glímu við Söru Dís Davíðsdóttur.

MJÖLNIR-OPEN17

Í opnum flokki kvenna tókst Söru hins vegar að sigra Auði og tryggði sér þar með sigurinn í opnum flokki kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara Dís vinnur opinn flokk og er vel að sigrinum komin.

Í opnum flokki karla voru það Kristján Helgi og Halldór Logi sem mættust í úrslitum. Báðir tryggðu sér sæti í úrslitum með því að klára allar glímurnar sínar með uppgjafartaki. Kristján Helgi sigraði Halldór á stigum og er þetta í þriðja sinn sem hann vinnur opna flokkinn en í öll skiptin hefur hann sigrað Halldór Loga í úrslitum.

Kristján nálgast nú þá Gunnar Nelson og Þráinn Kolbeinsson en báðir hafa þeir unnið opna flokkinn fjórum sinnum.

Logi Geirsson tók bronsið í opna flokknum eftir sigur á Stefáni Fannari. Þarna voru tveir ungir og gríðarlega efnilegir keppendur á ferð, 18 og 17 ára gamlir, en báðir koma úr unglingastarfi Mjölnis.

Hér að neðan má sjá úrslit allra flokka: 

 

KARLAR / +99 KG

1. sæti: HALLDÓR VALSSON  (Mjölnir)

2. sæti: EGGERT DJAFFER SI SAID (Mjölnir)

3. sæti: GARÐAR ARASON (VBC)

 

KARLAR / -99 KG

1. sæti: KRISTJÁN HELGI HAFLIÐASON (Mjölnir)

2. sæti: SIGURGEIR HEIÐARSSON (Reykjavík MMA)

3. sæti: GUTTORMUR ÁRNI ÁRSÆLSSON  (Mjölnir)

 

KARLAR / -88 KG

1. sæti: VILHJÁLMUR ARNARSSON  (Brimir BJJ/MJÖLNIR)

2. sæti: STEFÁN FANNAR (Mjölnir)

3. sæti: HELGI OLAFSSON (Mjölnir)

 

KARLAR / -77 KG

1. sæti: VALENTIN FELS CAMILLERI  FRANCE (Brimir BJJ/MJÖLNIR)

2. sæti: BRYNJÓLFUR INGVARSSON (Mjölnir)

3. sæti: BREKI HARÐARSON (Atlantic AK)

 

KARLAR / -66 KG

1. sæti: VIKTOR GUNNARSSON (Mjölnir)

2. sæti: HAUKUR BIRGIR JÓNSSON (Mjölnir)

3. sæti: ÁRMANN JÓHANNESSON (Reykjavík MMA)

 

KONUR / -70 KG

1. sæti: AUÐUR SKÚLADÓTTIR  (Mjölnir)

2. sæti: SARA DÍS DAVÍÐSDÓTTIR (Mjölnir)

3. sæti: DAGMAR SIGURLEIFSDÓTTIR (Reykjavík MMA)

 

OPINN FLOKKUR KARLA

1. sæti: KRISTJÁN HELGI HAFLIÐASON (Mjölnir)

2. sæti: HALLDÓR VALSSON (Mjölnir)

3. sæti: LOGI GEIRSSON (Mjölnir)

 

OPINN FLOKKUR KVENNA

1. sæti: SARA DÍS DAVÍÐSDÓTTIR (Mjölnir)

2. sæti: AUÐUR OLGA SKÚLADÓTTIR (Mjölnir)

3. sæti: DAGMAR SIGURLEIFSDÓTTIR (Reykjavík MMA)


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði