KRAKKABOX 7-11 ÁRA

Krakkabox Poster

Krakkaboxið er fyrir 7-11 ára krakka þar sem grunnatriðin í hnefaleikum eru kennd. Tímarnir eru uppbyggðir sem boxtengdir leikir og eru krakkarnir aldrei að boxa við hvort annað heldur einungis að kýla í púða. Mest eru þetta þó leikir þar sem öryggið er í fyrirrúmi. Í öllu barna- og unglingastarfi Mjölnis er mikil áhersla lögð á að krakkarnir viti að það sem þau læra í Mjölni má eingöngu nota í sjálfsvörn.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Námskeiðinu er skipt upp í annir (vor og vetur). Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:05.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn.

Hvenær: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:05.

Búnaður: Hanskar og vafningar. Hægt er að kaupa búnaðinn í sérstökum byrjendapakka í Mjölnisbúðinni.

Á Facebook er sérstök foreldragrúbba fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.

Þjálfarar: Beka og Kristófer.

Krakkabox er ekki í gangi eins og er.

 

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði