Börn 8-13 ára

Glíma 8-13 áraBörn 8-13 ára eru tímar sem eru byggðir upp að meginatriðum eins og 5-8 ára hópurinn nema hér læra þau ítarlegri tækni bæði í gólfglímu, standandi glímu og sjálfsvörn. Þau læra einfalda lása og hengingar en mjög ítarlega er farið í tæknina við uppgjafartök og þau frædd um afleiðingar þess að beita þeim vitlaust. Þá er tímunum getuskipt líkt og með 5-8 ára hópnum þar sem fyrstu vikurnar sem þau æfa eru þau einungis að læra grunntækni og að beita sér til að vera fullundirbúin að takast á. Þá er sama beltakerfi og fyrir 5-8 ára börnin þar sem þau fá strípur og nýjar gráður fyrir að mæta, sýna góða hegðun og tæknilegar framfarir.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Tímarnir eru kenndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 og á föstudögum kl. 17:15.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • galli (Gi) og belti
  • tannhlíf

Á Facebook er sérstök foreldragrúbba fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni. 

Þjálfari: Halldór Logi Valsson, Kristján Helgi Hafliðason og fleiri.

Ný önn í barna- og unglingastarfi Mjölnis hefst 8. og 9. janúar samkvæmt stundatöflu.

Skráning á námskeið

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays, Wednesdays and Fridays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting is open Mon.-Thu. until 22:00 (Fri. 20:30).

Subscribe to mailinglist

Division