AÐGERÐIR MJÖLNIS VEGNA HERTRA AÐGERÐA STJÓRNVALDA

AÐGERÐIR MJÖLNIS VEGNA HERTRA AÐGERÐA STJÓRNVALDA
MJÖLNIR LOGO

Aðgerðir íþróttafélagsins Mjölnis vegna hertra aðgerða stjórnvalda:

Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis eru íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hefur sent fyrirspurn á yfirvöld til að fá á hreint hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafa áhrif á okkar starf. Við erum íþróttafélag þar sem stundaðar eru bæði keppnis- og þrekíþróttir. Við erum líka með líkamsrækt í húsnæði okkar. Samkvæmt því sem hefur komið fram hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka en íþróttastarf má halda áfram með fjöldatakmörkunum. Við höfum ekki enn fengið svar við sértækum spurningum varðandi okkar starfsemi og því eru þetta þær aðgerðir sem við grípum til þangað til og ef annað kemur í ljós:

* Líkamsræktarhluta Mjölnis (Gryfjunni) verður lokað frá og með mánudeginum 5. október samkvæmt fyrirmælum yfirvalda

* Engar takmarkanir gilda um íþróttastarf barna sem eru fædd árið 2005 og síðar. Barnastarf Mjölnis helst með óbreyttu sniðið athugið að foreldrum er ekki heimilt að fylgja barni sínu á æfingu vegna fjöldatakmarkana.

* Fjöldatakmarkanir í íþróttastarfi fullorðinna taka gildi mánudaginn 5. október. Leyfður fjöldi í hvern tíma er 19 manns, 20 manns með þjálfara. Þetta á við um allar okkar greinar. Það er algjört skilyrði þess að fá að mæta á æfingar að skrá sig fyrirfram á Stara. 

* Búningsklefar verða lokaðir á meðan þessum takmörkunum stendur. Sérinngangur verður merktur fyrir Víkingaþrekið (gengið inn í gegnum Drukkstofuna) til þess að halda rýmum aðskildum. Það er ekki leyfilegt að dvelja lengi í móttökunni. Ef þið eigið erindi hvetjum við ykkur til að senda póst eða hringja frekar.

* Vegna fjöldatakmarkana munu augljóslega færri komast að á æfingar heldur en vilja. Til að koma til móts við þá sem ekki komast að á æfingar verður að auki boðið upp á fjarþjálfun á vegum Víkingaþreksins. Reglulega verða haldnar live æfingar og þær verða auglýstar sérstaklega.

* Við hvetjum fólk eindregið til að huga að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og ítrekum að það er stranglega bannað að koma í Mjölni ef þið finnið fyrir minnstu kvefeinkennum. Nýtum okkur fjarþjálfunina eins og hægt er!

Þetta eru auðvitað miklir óvissutímar og við gætum þurft að gera breytingar með skömmum fyrirvara. Við biðjumst velvirðingar á öllu raskinu sem verið er að valda en við í Mjölni munum að sjálfsögðu hlýða öllum reglum sem sóttvarnaryfirvöld setja og starfa innan þess ramma sem okkur er settur.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði