- 51 stk.
- 28.02.2017
Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, nánar tiltekið að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík, þar sem Keiluhöllin og Rúbín voru einu sinni til húsa. Innandyra er að finna 6 æfingasali, lyftinga- og teygjuaðstöðu, þrektæki, MMA búr, boxhring, barnahorn, góða búningsklefa með læsanlegum skápum, heitan pott, kaldan pott, sánu og fleira. Hér er einnig að finna verslunina Óðinsbúð sem selur m.a. hinu vinsælu Mjölnispeysur og boli. Drukkstofan er veitingasalur Mjölnis sett upp í víkingastíl, í raun listaverk útaf fyrir sig. Húsnæðið og bílastæðið er vaktað af öryggismyndavélum. Athugið einnig síðuna SKOÐAÐU MJÖLNI.