BARDAGAÞREK 101

Bardagaþrek 101

BARDAGAÞREK 101 er stakt námskeið þar sem markvisst er unnið að því að byggja upp aukið úthald og efla líkamsstyrk. Æfingakerfið samanstendur af ýmsum bardagaþreksæfingum úr kickboxi/MMA/hnefaleikum og líkamsþyngdaræfingum svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur en að því loknu fá iðkendur tvær vikur inn á opna Bardagaþrekstíma.

Innifalið:

  • Tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur geta mætt í venjulega bardagaþrekstíma. 
  • Aðgangur að Gryfjunni.
  • Aðgangur að Útgarði (lyftingaraðstaða Mjölnis).
  • Aðgangur að yoga.
  • Aðgangur að sánu og pottasvæði Mjölnis.

Meðlimir í fastri meðlimaáskrift (6 mánaða binditími eða lengur) fá 50% afslátt. 

Búnaður:

Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
  • Mælt er með því að koma með eigin BOX/MMA hanska en einnig er hægt að fá lánshanska.

Þjálfarar: Hildur Guðný Káradóttir og Julius Bernsdorf

Næstu námskeið:

  • 8. apríl: mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 12:10 (4 vikur + 2 vikur aðgangur í Mjölni eftir námskeiðið).

Skráning

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði