BARDAGAÞREK 101 er stakt námskeið þar sem markvisst er unnið að því að byggja upp aukið úthald og efla líkamsstyrk. Æfingakerfið samanstendur af ýmsum bardagaþreksæfingum úr kickboxi/MMA/hnefaleikum og líkamsþyngdaræfingum svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur en að því loknu fá iðkendur tvær vikur inn á opna Bardagaþrekstíma.
Innifalið:
- Tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur geta mætt í venjulega bardagaþrekstíma.
- Aðgangur að Gryfjunni.
- Aðgangur að Útgarði (lyftingaraðstaða Mjölnis).
- Aðgangur að yoga.
- Aðgangur að sánu og pottasvæði Mjölnis.
Meðlimir í fastri meðlimaáskrift (6 mánaða binditími eða lengur) fá 50% afslátt.
Búnaður:
Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
- Mælt er með því að koma með eigin BOX/MMA hanska en einnig er hægt að fá lánshanska.
Þjálfarar: Hildur Guðný Káradóttir og Julius Bernsdorf
Næstu námskeið:
- 8. apríl: mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 12:10 (4 vikur + 2 vikur aðgangur í Mjölni eftir námskeiðið).