Hvernig keppi ég í MMA?

Hvernig fer ég að því að taka minn fyrsta MMA bardaga?

Fyrsta skrefið er að taka MMA 101 námskeiðið. Námskeiðið er tilvalið fyrsta skref, hvort sem einstaklingar hafa bakgrunn í bardagaíþróttum eða ekki. Námskeiðið fer yfir grunninn í helstu bardagaíþróttunum svo sem brasilísku jiu-jitsu, striking (box/kickbox/Muay Thai), wrestling og hvernig má blanda þessu öllu saman í MMA.

Eftir námskeiðið er hægt að fara í MMA 201 tímana en á sama tíma bæta við sig þekkingu í öðrum greinum með því að taka grunnnámskeið í BJJ, boxi eða kickboxi (meðlimir fá 75% afslátt af grunnnámskeiðum) og mæta svo í fleiri almenna tíma.

Þegar iðkendur hafa sýnt metnað, hafa náð ákveðinni færni að mati þjálfara og hafa áhuga er þeim boðið að mæta á æfingar með MMA keppnisliði Mjölnis. Þar með eru þeir iðkendur komnir í æfingahóp Keppnisliðsins og geta þar af leiðandi mætt á lokaðar Keppnisliðsæfingar.

Þegar þjálfarar telja að iðkandi sé tilbúinn í bardaga er hægt að hefja leit að bardaga. Reglulega fara keppendur frá okkur á svo kallað Fightstar Interclub mót þar sem keppendur geta keppt í MMA, Kickboxi og glímu í frekar streitulausu umhverfi. Keppendum er raðað saman á keppnisstað miðað við reynslu og er þetta frábært tækifæri til að taka sína fyrstu bardaga í MMA. Eftir að hafa safnað í reynslubankann á Interclub mótum er tilvalið að stefna á stærri bardagakvöld og mót.

Þá mælum við alltaf með að keppendur safni í reynslubankann hér heima með því að keppa í jiu-jitsu og boxi.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði