SLEGGJUBJÖLLUR

SleggjubjöllurHelgarnámskeið í sleggjubjöllum

12. og 13. ágúst verður helgarnámskeið í sleggjubjöllum (e. macebell). Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið. Kennsla fer fram á laugardegi og sunnudegi kl. 13-15 í Hel.

Sleggjubjöllur eru úr sömu fjölskyldu æfingatækja og ketilbjöllur. Á þessu helgarnámskeiði fá iðkendur kennslu í þessum helstu æfingum með sleggjubjöllur. Æfingar eins og sleggjubjöllu 360° sveifla, figure 8, ballistic curls o.fl. Sleggubjöllur hjálpa sérstaklega fólki sem vill ná sterkari miðju, liprari öxlum og betri líkamstöðu. Þyngd sleggjanna er 4-6-10-12-16-20 kg. Þess má geta að Kári smíðaði sleggjurnar sjálfur.

Þjálfari á námskeiðinu er Kári Ketilsson. Kári er lærður styrktarþjálfari frá Keili ÍAK og hefur þjálfað í Víkingaþrekinu og bardagaþrekinu í mörg ár. Kári rakst á æfingar með sleggjubjöllum á samfélagsmiðlum og sá margt keimlíkt með ketilbjöllunum. Kári hefur lokið námskeiði í sleggjubjöllum hjá Onnit Academy og lesið sér til um sleggjuæfingar í bókum á borð við The Steel Mace, Gada Swing og Reinventing the Steel Mace.

Á námskeiðinu er gefinn góður tími til að fara yfir þessar helstu hreyfingar og fá iðkendur góðan tíma til að læra hreyfingarnar rétt.

Verð: 6.000 kr.

ATH, aðeins 20 pláss í boði.

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði