Helgarnámskeið í Víkingaþrekinu!
Þetta eru helgarnámskeið fyrir þá sem vilja byrja sem fyrst í Víkingaþrekinu.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu ketilbjölluæfingarnar og þær æfingar sem eru í Víkingaþrekinu. Í stað þess að markvisst sé unnið að því að byggja upp aukið úthald og styrk er einblínt á hnitmiðaða tæknikennslu yfir helgina og ein krefjandi og skemmtileg æfing tekin á seinni deginum. Iðkendur geta síðan farið beint í hefðbundna tíma í Víkingaþrekinu eftir helgarnámskeiðið.
Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði námskeiðsins er mánuður í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur geta mætt í hefðbundna Víkingaþrekstíma. Einnig aðgangur Gryfjunni (lyftingaraðstaða Mjölnis) og að tímum í yoga og Goðaafli.
Námskeiðið er kennt yfir eina helgi; laugardögum frá kl. 14-16 og sunnudögum frá kl. 13-15.
Næstu námskeið:
- Ekki komið á töflu.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, skór eru ekki nauðsynlegir en leyfilegir)
Þjálfari: Benedikt Karlsson.