Mjölnir býður 18-26 ára námsmönnum áskriftarleið með kr. 3.000 afslætti á mánuði af meðlimaáskrift, þ.e. kr. 13.900 á mánuði í stað 16.900 miðað við núverandi gjaldskrá. Binditími þessarar áskriftarleiðar er 9 mánuðir. Þeir sem hyggjast nýta sér þetta þurfa að ganga frá áskriftinni í afgreiðslu Mjölnis eða í Sportabler og framvísa gildu skólaskírteini.
Í áskrift (6 mánaða binditíma eða lengur) fylgir eitt grunnnámskeið að eigin vali. Eftir það fá meðlimir 75% afslátt af grunnnámskeiðum. Í hverjum mánuði eru fjölmörg grunnnámskeið, sjá nánar hér. Áskriftinni fylgir einnig:
- Aðgangur að yfir 100 opnum tímum í viku (að því gefnu að þú hafir klárað grunnámskeið í viðkomandi grein og/eða hafa náð viðeigandi getu/reynslu)
- Aðgangur að Útgarði (CrossFit og lyftingaraðstaða).
- Aðgangur að heitum-, köldumpotti og saunu.
- Aðgangur að yoga.
- Aðgangur að opnum tímum í Movelab.
- Aðgangur að Gryfjunni (Boxpúðasvæði og lyftingaraðstaða).
Ef þú þekkir ekki til Sportabler eru hér nánari upplýsingar undir Skráning og í Sportabler.