Um keppnislið Mjölnis

Keppnislið Mjölnis (2014) from Mjolnir MMA on Vimeo.

 

Keppnislið Mjölnis er hópur iðkenda sem hefur það markmið að keppa í bardagaíþróttum og gera þær jafnvel að atvinnu sinni. Til að eiga möguleika á því að komast inn í keppnisliðið þarf viðkomandi að standast ákveðna inntökukröfur og vera samþykktir af þjálfurum liðsins. Mjölnir sendir meðlimi keppnisliðsins reglulega í ferðir erlendis til að keppa og er ferðakostnaðurinn greiddur af félaginu. Framkvæmdastjórn MMA liðsins er í höndum Haraldar Dean Nelson en þjálfarar liðsins eru John Kavanagh, Gunnar Nelson, Luka Jelcic og fleiri.

keppnislidMjolnis_competitionTeam_mjolnir_logo_iceland_MMA_gunnarNelsonMeðlimir keppnisliðs Mjölnis eru þeir einu sem mega bera merki liðsins. Merkið á sér gamla og kröftuga arfleið enda er það tákn fyrir galdrastafinn Þórshamar (Mjölnir). Stafurinn var talinn vera sá allra kröftugasti og notaður í gamla daga til þess að leita uppi þjófa. Ákveðin athöfn átti sér stað og að henni lokinni blindaðist þjófurinn. Var m.a. farið með þessi orð: "Rek ég í augu Vígföður (Týr), rek ég í augu Valföður (Óðinn), rek ég í augu Ásaþórs (Þór)."

  

               Odinsbud Mjolnir MMA BJJ

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., þrið., mið., fimt., og fös.: 07:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Laugardagar: 09:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan (lyftingasalurinn) er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30).

Skráning á póstlista

Svæði