ANNASÖM HELGI HJÁ HALLDÓRI LOGA

ANNASÖM HELGI HJÁ HALLDÓRI LOGA
Halldór Logi

Það var nóg að gera hjá Halldóri Loga Valssyni um helgina. Á föstudaginn keppti hann á Polaris glímumótinu í London og á laugardeginum keppti hann á SubOver80 í Dublin.

Halldór Logi keppti á Polaris 9 glímukvöldinu í London í The O2 Arena. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á Polaris en glímukvöldið er eitt það stærsta í Evrópu. Halldór mætti hinum þýska Fred Vosgrone sem er svart belti í brasilísku jiu-jitsu rétt eins og Halldór.

Vosgrone sótti meira í uppgjafartök yfir 10 mínútna glímuna og þá sérstaklega í fótalása. Halldór varðist þeim vel en á endanum var það sá þýski sem stóð uppi sem sigurvegari. Halldór getur samt borið höfuðið hátt eftir glímuna sem var jöfn og skemmtileg.

Það var skammt stórra högga á milli hjá Halldóri en hann flaug til Dublin á laugardagsmorgninum þar sem hann keppti á SubOver80 glímumótinu. Mótið var 16-manna útsláttarmót og þar átti Halldór frábæran dag.

Halldór byrjaði á að vinna fyrstu glímuna með „heel hook“ en næstu glímu vann hann eftir dómaraákvörðun. Það reyndist vera furðuleg glíma þar sem andstæðingurinn forðaðist Halldór alla glímuna. Andstæðingurinn reyndi svo fá Halldór dæmdan úr leik með því að þykjast hafa fengið högg frá Halldóri en hafði ekki erindi sem erfiði.

Undanúrslita- og úrslitaglímuna kláraði Halldór svo einnig með „heel hook“. Frábær frammistaða hjá Halldóri eftir annasama helgi.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði